fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Hjólhýsaeigendur berjast áfram fyrir svæðinu á Laugarvatni – „Gerum þeim tilboð sem þeir geta ekki hafnað“

Heimir Hannesson
Föstudaginn 2. október 2020 15:53

mynd/Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV hyggst Samhjól, félag hjólhýsaeigenda, gera Bláskógabyggð tilboð um að hjólhýsaeigendur taki að sér nauðsynlegar framkvæmdir til þess að tryggja áframhaldandi starfsemi hjólhýsasvæðisins á Laugarvatni.

Fulltrúar samtakanna áttu fund með Ástu Bjarnadóttur, sveitarstjóra Bláskógabyggðar, í dag þar sem tilboðið var meðal annars til umræðu. Að sögn heimildarmanns tók Ásta vel í tilboð Samhjólsmanna. Samkvæmt heimildum DV snýr tilboðið að því að hjólhýsafólkið á Laugavatni fjármagni þær breytingar sem þurfa að ráðast í svo svæðið uppfylli skilyrði slökkviliðs og brunavarna. Málið verður tekið fyrir á sveitarstjórnarfundi 14. október næstkomandi.

Í september var afráðið að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni sem hefur staðið þar í 50 ár. Var þar litið til umsagna Brunavarna Árnessýslu og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Voru álitin svo að segja samdóma um að byggðin uppfyllti ekki skilyrði brunavarna. HMS gekk öllu lengra og sagði að hjólhýsabyggð almennt væri ekki lögleg. Þegar hjólhýsi væru notuð sem íverustaður til lengri tíma en fjögurra mánaða giltu um það sömu reglur og um t.d. vinnubúðir eða gámabyggðir. Langfæst hjólhýsi uppfylli þær kröfur sem þar eru gerðar, enda eru húsin að mestu leyti úr eldfimum efnum. Þá benti slökkviliðið á að minna en fjórir metrar væru á milli mannvirkja á svæðinu og að birkiskógurinn sem byggði stendur í einn sá stærsti og þéttasti á landinu.

Þannig er ljóst að brunavarnir á þessu tiltekna svæði eru aðeins einn vinkill í málinu og ljóst að tillögur Samhjóls snúi aðeins að þeim vinkil. Eftir stendur að ef álit HMS reynist rétt og að bygginga- og brunavarnareglugerðir eigi við um hjólhýsin þá sé lítið sem Bláskógabyggð getur gert, enda HMS ekki undir sveitarstjórn þess sveitarfélags komið.

Félagsmenn Samhjóls sem DV ræddi við í dag sögðust bjartsýn. Þetta væri einfaldlega tilboð sem Bláskógabyggð gæti ekki hafnað. Þá hafa aðrir viðmælendur DV sem ekki vildu láta nafn síns getið spurt hvers vegna sveitarfélagið hafi ekki sinnt þessum málum sjálft, enda lögbundið hlutverk sveitarfélags að sjá um lagningu nauðsynlegra lagna fyrir brunahana og sjá um að skipulag svæða sé með þeim hætti að ekki starfsemi stangist ekki á við lög og reglur um, til dæmis, brunavarnir.

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu