fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Tæknilegur klaufaskapur Þorbjarnar opinberar aðkomu hans að gagnasöfnun fyrir kæru Samherja

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 23. september 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundin greindi frá því í dag að Þorbjörn Þórðarson, fyrrverandi fréttamaður Stöðvar 2 og lögfræðingur, hafi tekið saman safn af skjáskotum sem höfðu að geyma ummæli fréttamanna RUV á samfélagsmiðlum. Skjáskotin voru svo notuð sem fylgigögn í kæru Samherja til Siðanefndar RUV. Snýr kæran að ætluðum brotum fréttamanna á siðareglum, sem snúa m.a. að ummælum um viðfangsefni frétta sinna á opinberum vettvangi, svo sem á samfélagsmiðlum. Hafa lögfræðingar sagt að siðareglurnar í Ofanleitinu standist enga skoðun, og traðki líklega á stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi þeirra sem þar starfa.

Skjáskotin, sem eru samkvæmt frétt Stundarinnar, að minsta kosti fjögur, prýða öll prófílmynd Þorbjarnar í neðri vinstra horninu. Málið hlýtur að þykja heldur klaufalegt, sér í lagi í ljósi reynslu Þorbjarnar sem blaðamanns.

Tvö af skjáskotunum fjórum sem Stundin birti, má sjá hér að neðan:

Blaðamennirnir sem Samherji hefur kært til siðanefndar eru ellefu talsins. Það eru þau Freyr Gígja Gunnarsson, Stígur Helgason, Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan, Þóra Arnórsdóttir, Tryggvi Aðalbjörnsson, Sigmar Guðmundsson, Sunna Valgerðardóttir, Snærós Sindradóttir, Rakel Þorbergsdóttir og Lára Ómarsdóttir.

Kæru Samherja til siðanefndar RUV má sjá hér að neðan og upphafleg frétt DV um málið má nálgast hér: Samherji kærir 11 blaðamenn RUV til siðanefndar

Kæra Samherja

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skatturinn skellti í lás á Kastrup

Skatturinn skellti í lás á Kastrup
Fréttir
Í gær

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Í gær

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða