fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Lágflug júmbóþotu yfir Reykjavík vekur ótta

Heimir Hannesson
Mánudaginn 21. september 2020 13:25

mynd/Marzellíus Sveinbjörnsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lágflug Boeing 747 júmbóþotu yfir Reykjavíkurborg fyrr í dag vakti ótta og furðu margra borgarbúa. Kviknuðu umræður á hverfahópum á Facebook þar sem sumir sögðust hafa íhugað að skríða undir húsgögn og hlaupa út úr húsum sínum.

Þær skýringar hafa fengist hjá yfirvöldum að leyfi hafi verið veitt fyrir lágflugi yfir borgina. Um var að ræða flugvél Air Atlanta sem var að koma til Íslands frá Chicago í Bandaríkjunum. Fátítt þykir að vélar Atlanta komi til Íslands og var heimkomu þessarar tilteknu þotu fagnað með áðurnefndu lágflugi. Af flugferli vélarinnar sem sjá má í skjáskoti hér að neðan að dæma virðist vélin hafa tekið stefnu á flugbraut Reykjavíkurflugvallar, lækkað flugið eins og um væri að ræða lendingu en flogið yfir völlin og beygt svo til austurs yfir höfuðstöðvar Atlanta, rétt sunnan við Smáralindina í Kópavogi. Að því loknu hélt vélin ferð sinni áfram til Keflavíkur þar sem hún lenti.

Að sögn heimildarmanna DV var leyfi veitt fyrir lágfluginu.

Skjáskot af FlightRadar
mynd/Marzellíus Sveinbjörnsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“