fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Siggi missti móður sína í sumar – „Ég öskraði og vissi ekki hvað ég átti við mig að gera“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 19. september 2020 12:00

Mynd: Fréttablaðið/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Rósant, sem alltaf er kallaður Siggi, missti móður sína, Maríu Ósk, í sumar. Á mánudaginn gefur hann út lag sem er tileinkað móður sinni en lagið hefst á upptöku af röddd móður hans. Fréttablaðið tók fallegt og einlægt viðtal við Sigga sem birtist í helgarblaðinu í dag.

„Siggi, ég elska þig, lífið er ekki alltaf auðvelt,“ segir móðir hans í upphafi lagsins sem kemur út á mánudaginn. „Fyrst þegar ég byrjaði að gera tónlist náði ég ekki að skapa almennilegan þráð en allt í einu fór þetta að koma,“ segir Siggi um tónlistina í viðtalinu við Fréttablaðið.

„Mér finnst mikilvægt að pæla ekki bara í hversu flott tónlistin er, heldur reyna líka að hafa einhvern góðan boðskap. Ég passa mig að upphefja ekki ruglið, það getur farið svo illa,“ segir hann og tekur fram að hann hafi verið mjög heppinn.

Í byrjun júlí á þessu ári var lýst eftir móður Sigga í fjölmiðlum og daginn eftir fannst hún látin í bíl sínum. „Ég öskraði og vissi ekki hvað ég átti við mig að gera,“ segir Siggi.

„Hún var alltaf til staðar,“ segir Siggi um móður sína í viðtalinu. „Kærleikurinn var hennar leiðarljós í lífinu. Sama hvernig aðrir komu fram við hana, þá sýndi hún alltaf kærleik til baka. Nánast eins og hún væri að safna karma, hún var góð í gegn.“

Hægt er að lesa viðtalið við Sigga í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu