fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Telja hertu sóttvarnaraðgerðirnar vera óskiljanlegar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. september 2020 12:00

Frá skimun á Akranesi. Mynd: Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið  tekur upp í Staksteinum sínum grein af Vefþjóðviljanum þar sem farið er hörðum orðum um hinar hertu sóttvarnaraðgerðir sem gripið var til í ágústmánuði og fela í sér tvöfalda skimun á þeim sem koma til landsins með fimm daga skimun inni á milli.

Í Staksteinum segir:

„Þegar gripið var til aðgerða í vor var mikil samstaða meðal þjóðarinnar og skoðanir lítt skiptar, hvað þá að hörð andmæli heyrðust. Nú eru á hinn bóginn talsverðar umræður og gagnrýni á þá leið sem stjórnvöld – eða sóttvarnayfirvöld – hafa valið í baráttunni við veiruna. Þessi umræða er mikilvæg enda aðgerðirnar harðar og mega aldrei verða „nýtt normal“ eins og sumir hafa orðað það.“

Vefþjóðviljinn heldur því fram að seinni bylgja COVID sem fór af stað í júlí út frá tveimur hópsýkingum hafi reynst miklu vægari en faraldurinn var þegar hann náði hámarki í vor:

„En þegar komið er fram í ágúst hefur seinni bylgjan tekið aðra og betri stefnu en sú fyrri. Enginn vafi er á því að eftir að fyrstu innanlandssmitin um nokkurra
vikna skeið greindust í lok júlí höfðu landsmenn aukinn vara á sér í samskiptum, ekki síst þegar viðkvæmir einstaklingar eiga í hlut. Þar kom reynslan frá í vor að góðum notum. Einstaklingsbundnar sóttvarnir virkuðu. Kúrfan var orðin flöt og jafnvel á niðurleið.

Þess vegna er illskiljanlegt hvers vegna gripið var til svo afdrifaríkra takmarkana á landamærunum.“

Harmað er það tjón í efnahagslífinu sem hinar hertu aðgerðir hafi valdið og því haldið fram að þær hafi verið ástæðulausar:

„Allt hnígur því að því að lokunin hafi verið ástæðulausog litlum ef nokkrum ávinningi skilað. Tjónið í efnahagslífinu og skerðingin á borgaralegum réttindum manna er hins vegar öllum ljóst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þurfti að bíða í nærri fjögur ár eftir svari frá ráðuneytinu

Þurfti að bíða í nærri fjögur ár eftir svari frá ráðuneytinu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Súlunesmálið: Margrét misþyrmdi foreldrum sínum eftir að hún var búin að opna afmælispakkana frá þeim

Súlunesmálið: Margrét misþyrmdi foreldrum sínum eftir að hún var búin að opna afmælispakkana frá þeim
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þórhallur hvetur fólk til að láta áfengið eiga sig um jólin og gera þetta í staðinn

Þórhallur hvetur fólk til að láta áfengið eiga sig um jólin og gera þetta í staðinn
Fréttir
Í gær

Bankabók hetjunnar á Bondi Beach stækkar og stækkar

Bankabók hetjunnar á Bondi Beach stækkar og stækkar
Fréttir
Í gær

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar