fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Sigrún fékk símtal frá pabba drengsins – „Ég er í smá losti“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 1. september 2020 19:34

Sigrún Helga Lund - Mynd: Fréttablaðið/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðið laugardagskvöld áttu hópslagsmál sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Sigrún Helga Lund, tölfræðingur og fyrr­verandi Ís­lands- og Evrópu­meistari í Brasilísku Jiu Jitsu, hafi stöðvað slagsmálin. Í dag fékk hún símtal frá föður drengsins sem varð fyrir ofbeldinu.

„Ég spretti bara út þegar ég sá að það var hópur að sparka í liggjandi mann. Það eina sem ég gerði var að hlaupa inn í hópinn og skamma þá, þá fuðraði hópurinn upp um leið,“ sagði Sig­rún í sam­tali við Frétta­blaðið í gær en hún var stödd á bar þegar slagsmálin voru í gangi.

Faðir drengsins sem varð fyrir ofbeldinu og lá í jörðinni hringdi í Sigrúnu í dag til að þakka henni fyrir. „Ég er í smá losti eftir símtal frá klökkum pabba sem þakkaði mér fyrir að hafa bjargað lífi sonar síns,“ segir Sigrún á Twitter-síðu sinni í dag en Fréttablaðið vakti athygli á tísti Sigrúnar. „Pössum uppá hvert annað og segjum nei við ofbeldi.“

Tíst Sigrúnar hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum en hundruðir manna hafa líkað við tístið. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, skrifar athugasemd við tíst Sigrúnar og þakkar henni fyrir. „Frábærlega gert og ótrúlega hugrakkt, þér er ekki fisjað saman! Takk innilega fyrir þína framgöngu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti