fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Í síbrotagæslu vegna 15 innbrota, þjófnaðar, vopnalagabrots, 4 fíkniefnabrota og skilorðsbrots

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 1. september 2020 15:15

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli c-liðar 1. mgr. 95. gr., eða svokölluð síbrotagæsla.

Í greinargerð saksóknara kemur fram að kærði er grunaður um innbrot í geymslu síðastliðna helgi. Lögregla hafi farið á vettvang og strax hafi beinst grunur að manninum. Lögreglumenn fóru þá rakleiðis á dvalarstað kærða þar sem þeir fundu hluta þýfisins. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að maðurinn sé jafnframt grunaður um aðild að fjölda mála sem lögreglan sé nú með til rannsóknar. Hefur maðurinn þegar játað aðild að sumum þeirra.

Í nóvember 2019 er maðurinn sagður hafa brotið vopnalög með því að hafa í vörslu sinni á almannafæri vasahníf með lengra blaði en 12 cm. Á nýársnótt þessa árs er maðurinn svo sagður í félagi við annan hafa stolið bakpoka af manni.

21. febrúar hélt brotaferill mannsins áfram þegar hann er sagður hafa brotist inn á heimili í Reykjavík með því að spenna upp útidyrahurðina með kúbeini. Nokkrum dögum síðar hirti lögregla af manninum smáræði af tóbaksblönduðum kannabisefnum sem hún fann í íþróttatösku í Reykjavík. Enn og aftur er maðurinn sagður hafa brotið gegn fíkniefnalögum í mars, er lögregla fann 1,25 grömm af amfetamíni í buxnavasa mannsins.

Fjórir göngustafir, ryksuga, gönguskór og úlpur fyrir milljónir

Seinna í mars er maðurinn sagður hafa brotist inn í bifreið og stolið þaðan fjórum göngustöfum, ryksugu, gönguskóm og útivistarfatnaði. Daginn eftir, eða 29. mars, braust svo maðurinn inn í verslun í Reykjavík og hafði á brott með sér tíu Canada Goose úlpum að andvirði kr. 1.449.900. Fimm úlpur fundust á dvalarstað mannsins.

Í apríl er hann svo aftur sagður hafa brotið gegn fíkniefnalögum þegar 2,51 grömm af amfetamíni fundust í brjóstvasa mannsins og stolið hjóli úr bílakjallara í Reykjavík. Þá fundust munir í hans vörslu sem eru sagðir vera úr innbroti í bifreið síðan í ágúst í fyrra.

Enn fremur er maðurinn sagður hafa stolið munum úr „nokkrum bifreiðum,“ þann 9. desember í fyrra, brotist inn í geymslur í febrúar á þessu ári og haft með sér þýfi að andvirði þriggja milljóna, stolið enn einu reiðhjólinu í apríl á þessu ári og innbrot strax daginn eftir reiðhjólaþjófnaðinn. Þá glæpi hefur maðurinn alla játað á sig.

Því til viðbótar er maðurinn hafa sagður stolið tveimur reiðhjólum í maí og í ágúst á þessu ári. Bæði reiðhjólin hurfu úr bílageymslum í Reykjavík og fundust í fórum kærða.Að lokum er maðurinn sagður hafa brotist inn 8. ágúst á þessu ári og er grunaður um húsbrot og vopnalagabrot þann 23. ágúst. Fannst maðurinn þá inni í geymslu sem hann hafði brotið sér leið inn í og var þar vopnaður hníf.

Maðurinn fékk 7 mánaða skilorðsbundinn dóm til tveggja ára þann 6. maí 2020, og er því enn á skilorði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos