fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Ernir hætta flugi til Eyja og allir reknir hjá Herjólfi – Eyjamenn uggandi yfir stöðunni

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 1. september 2020 19:10

Mynd/ernir.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjamenn eru uggandi yfir stöðu í samgöngum til og frá Eyja og horfurnar framundan dræmar. Í vikunni sagði Herjólfur ohf. upp öllu starfsfólki Herjólfs. Sagði forstjóri Herjólfs ohf. að það hefði verið óforsvaranlegt rekstrarlega að halda starfsfólki í vinnu. Starfsfólkið er á uppsagnarfresti til 1. desember, og siglingar því tryggðar fram undan. Eftir það er staðan óljós.

Í dag greindu svo Eyjafréttir frá því að flugfélagið Ernir hafi ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi til Vestmannaeyja í vetur. Að sögn Eyjafrétta kemur það fram í tilkynningu sem flugfélagið sendi frá sér. Stjórnendur félagsins telja ekki ráðlagt að halda inn í veturinn að óbreyttu. Rímar það að fullu við orð forstjóra Herjólfs í gær.

Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans og formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, segir ákvörðun Ernis vera mikil vonbrigði og aðdragandinn hafi verið stuttur. Flugsamgöngur eru engin lúxus. Öryggi Eyjamanna sé undir, auk þess sem að atvinnulífið reiði sig á eins öruggar flugsamgöngur til Eyja og náttúran leyfir.

Félagið segist þó vera í stakk búið til að hefja flug aftur til Eyja án mikils fyrirvara og að það muni bjóða upp á leigu flugvéla til að koma hópum til og frá Vestmannaeyjum. Eins og sakir standa nú, segir í tilkynningunni, er ekki næg eftirspurn til að réttlæta reglulegt áætlunarflug til Vestmannaeyja.

Þeir sem DV ræddu við í dag og kvöld eru uggandi yfir fréttunum. Bentu þeir á að Herjólfur sé þjóðvegur Eyjamanna og flugsamgöngur nauðsynlegt öryggistæki sem færir Eyjamenn örlítið nær nauðsynlegri þjónustu sem aðeins sé veitt á höfuðborgarsvæðinu.

Einn viðmælandi DV sem vildi ekki koma fram undir nafni hafði á því orð að nú væri frjór jarðvegur fyrir umræðu um jarðgöng til Eyja. „Hvort sem fólki líkar það betur eða verr, hefur stjórnvöldum ekki tekist að leysa samgönguvandann til Eyja með varanlegum hætti. Herjólfur var úreltur, svo var Þorlákshöfn of langt í burtu, svo var Landeyjahöfn full af sandi, svo var Herjólfur of lítill, svo var hann of stór. Fyrst gat ríkið ekki rekið Herjólf, svo getur bærinn ekki rekið Herjólf. Fyrst gat Flugfélagið ekki flogið hingað, svo Ernir. Nú er ekkert flug og rekstur Herjólfs í lamasessi. Hvað næst?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos