fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Reykjavíkurborg hækkar frístundakortið um 30 þúsund fyrir börn í Breiðholti

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 31. ágúst 2020 15:39

Mynd/Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarráð hefur samþykkt að fara í þriggja ára tilraunaverkefni í Breiðholti til að auka notkun á frístundakortinu og auka þátttöku í tómstundum. Aðgerðirnar felast meðal annars í því að hækka frístundakortið úr 50.000 í 80.000 kr., kynna betur þær frístundir sem eru í boði í hverfinu og borginni. Þá geta krakkarnir fengið að prófa margar mismunandi íþróttagreinar og fá líka ókeypis í frístundarútuna.

Þátttaka í íþrótta- og frístundastarfi og nýting frístundakorts í Breiðholti er lægri en í öðrum hverfum. Sérstök ástæða þykir því til að huga að þátttöku og félagslegri aðlögun barna í hverfinu af erlendum uppruna og barna sem búa við fátækt. Vegna þessara aðstæðna hafa eftirtalin markmið verið sett fyrir verkefnið:

  • Að auka þátttökuhlutfall barna í íþrótta- og frístundastarfi í Breiðholti til jafns við meðaltal í Reykjavík.
  • Að auka nýtingu frístundakortsins í Breiðholti til jafns við meðaltal í Reykjavík.
  • Að auðvelda samfélagslega þátttöku, íslenskunám og félagslega aðlögun barna með mismunandi bakgrunn að íslensku samfélagi.

Sjá tillögu og greinargerð sem samþykkt var í borgarráði 27. ágúst

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Syndis kaupir Ísskóga

Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“