fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Unglingur datt af vespu – Sat uppi á þaki bifreiðar á ferð

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. ágúst 2020 07:15

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 18 í gær datt ungmenni af vespu. Viðkomandi var fluttur á slysadeild. Klukkan 22 hafði lögreglan afskipti af ökumanni sem var að „drifta“ við Korputorg. En ekki nóg með það því „farþegi“ sat uppi á þaki bifreiðarinnar á meðan á þessu stóð.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar eftir nóttina.

Tveir voru yfirheyrðir vegna gruns um þjófnað úr verslun í Skeifunni í gærkvöldi. Akstur útlendings var stöðvaður á Kringlumýrarbraut um miðnætti eftir að hraði bifreiðar hans mældist 120 km/klst en leyfður hámarkshraði er 80 km/klst. Maðurinn gat ekki framvísað ökuskírteini eða skilríkjum. Ekki liggur því fyrir hvort hann dveljist löglega hér á landi. Mál hans verður skoðað í dag.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi varð umferðaróhapp við Spöngina í Grafarvogi. Enginn meiddist en annar ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum lyfja.

Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum vímuefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“