fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Unglingur datt af vespu – Sat uppi á þaki bifreiðar á ferð

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. ágúst 2020 07:15

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 18 í gær datt ungmenni af vespu. Viðkomandi var fluttur á slysadeild. Klukkan 22 hafði lögreglan afskipti af ökumanni sem var að „drifta“ við Korputorg. En ekki nóg með það því „farþegi“ sat uppi á þaki bifreiðarinnar á meðan á þessu stóð.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar eftir nóttina.

Tveir voru yfirheyrðir vegna gruns um þjófnað úr verslun í Skeifunni í gærkvöldi. Akstur útlendings var stöðvaður á Kringlumýrarbraut um miðnætti eftir að hraði bifreiðar hans mældist 120 km/klst en leyfður hámarkshraði er 80 km/klst. Maðurinn gat ekki framvísað ökuskírteini eða skilríkjum. Ekki liggur því fyrir hvort hann dveljist löglega hér á landi. Mál hans verður skoðað í dag.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi varð umferðaróhapp við Spöngina í Grafarvogi. Enginn meiddist en annar ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum lyfja.

Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum vímuefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Í gær

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“
Fréttir
Í gær

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“