fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Þórdís Kolbrún svarar fyrir myndir af „vinkonudjammi“ – „Við fórum ekki út á lífið“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. ágúst 2020 12:30

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsverð umræða hefur skapast um myndir af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem birtust á samfélagsmiðlum í gær. Gærdeginum eyddi Þórdís með vinkonum sínum, fóru í heilsulind, verslunarleiðangur, dögurð og svo á veitingastað.

Ljóst er af myndunum að tveggja metra reglunni hefur eitthvað skolast til hjá vinkonunum en almennt virðist fólk gleyma sér helst til of oft. Jafnvel á blaðamannafundum Almannavarna líkt og sjá má hér að neðan.

Málið þykir sérstaklega pínlegt fyrir ráðherrann í ljósi nýfallinna orða Víðis Reynissonar hjá Ríkislögreglustjóra, um að rekja megi mörg hópsmitanna til „djamms“. Sagði Víðir á blaðamannafundi fyrir tveim dögum: „Við erum búin að sjá allt of mörg tilfelli í smitrakningunni þar sem eina sameiginlega tengingin aðila er einhvers konar djamm.“ Var jafnframt sagt að tilefni væri til þess að hafa áhyggjur af því að tveggja metra reglan gleymdist þegar áfengi væri um hönd.

Í vikunni voru jafnframt settar harðari reglur í kjölfar umræddra hópsmita og sögðu forystumenn ferðaþjónustunnar að með þeim væri „verið að jarða“ atvinnugreinina. Þórdís er sem kunnugt er ráðherra ferðamála.

Sjá nánar: Hlýða ekki Víði á djamminu – „Ekki öskursyngja upp í næsta mann.“

Þórdís birti eftirfarandi tilkynningu á Facebook síðu sinni í morgun, og segir það rangt að hún hafi verið „úti á lífinu,“ líkt og fullyrt var í frétt Fréttblaðsins um málið.

Ég átti langþráðan frídag með æskuvinkonum mínum sem mér þykir vænt um og dagurinn var nærandi. En dagurinn í dag síður og einfaldara hefði verið að ákveða að vera ekki með þeim.

Eftir sundferð okkar fjölskyldunnar í gær eins og aðra daga hitti ég vinkonur á veitingastað í hádeginu í gær sem passaði allar reglur en við sátum saman á borði eins og vinir gera sem borða saman. Starfsfólk var með grímur og tveggja metra regla tryggð gagnvart ótengdum aðilum á staðnum.

Við fórum í verslanir sem eru opnar og gengum niður Laugaveginn eins og fleiri gerðu á góðviðris degi.

Við borðuðum saman kvöldmat. Við fórum ekki út á lífið líkt og fullyrt hefur verið, það er rangt.

Það vakti jafnframt athygli á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í vikunni, hve auðveldlega tveggja metra reglan virðist hafa gleymst um leið og ráðherrarnir töldu að slökkt hefði verið á myndavélunum. Fannst mörgum vont fordæmi sett, en í bakgrunni viðtals við Þórólf sáust haugur af fólki og enginn með grímur. Ein þeirra er Katrín Jakobsdóttir (sem stendur í hvarfi við Þórólf á mynd hér að neðan).

mynd/skjaskot ruv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið