fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Húsbrot – Þjófnaður – Rafskútuslys – Tilkynnti um eigið innbrot

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. ágúst 2020 06:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir miðnætti var maður handtekinn í Breiðholti. Hann er grunaður um húsbrot og líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu. Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt datt maður á rafskútu á andlitið þegar hann ók eftir Hverfisgötu í Reykjavík. Tennur brotnuðu. Maðurinn var fluttur á bráðadeild.

Um klukkan fjögur í nótt tilkynnti maður að hann hefði brotist inn á veitingahús í miðborginni. Hann virðist hafa brotið rúðu og farið inn og náð sér í áfengisflösku sem hann sat og drakk úr þegar lögreglan kom á vettvang. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Síðdegis í gær var maður, sem var í annarlegu ástandi, handtekinn í miðborginni grunaður um þjófnað úr verslun. Hann var kominn í bifreið sína þegar lögreglan kom að versluninni. Röng skráningarnúmer voru á bifreiðinni og voru þau klippt af og bifreiðin flutt af vettvangi með dráttarbifreið. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Á níunda tímanum í gærkvöldi var kona í annarlegu ástandi handtekinn á Grandagarði. Margar tilkynningar höfðu borist um að konan gengi á miðri akbraut, greiddi ekki fyrir veitingar og fleira. Hún var vistuð í fangageymslu.

Maður var handtekinn á Laugavegi í gærkvöldi. Hann er grunaður um þjófnað og vörslu fíkniefna. Hann var með ferðatöskur og bakpoka sem hann gat ekki gert grein fyrir. Hann var vistaður í fangageymslu. Maður var handtekinn í austurborginni í gærkvöldi eftir að tilkynnt hafði verið um innbrot.  Hann er grunaður um innbrotið og var vistaður í fangageymslu.

Um miðnætti var maður handtekinn í miðborginni eftir að hann hafði neitað að greiða fyrir akstur leigubifreiðar. Hann veittist að lögreglumönnum sem komu á vettvang. Maðurinn var vistaður í fangageymslu en vinir hans greiddu leigubílstjóranum fyrir veitta þjónustu.

Um miðnætti var akstur ökumanns stöðvaður í miðborginni eftir að hann hafði ekið tvisvar gegn rauðu ljósi. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, vörslu/sölu fíkniefna og fleira. Hann var vistaður í fangageymslu. Farþegi í bifreiðinni var einnig handtekinn, grunaður um vörslu/sölu fíkniefna, brot á vopna- og lyfjalögum og fleira. Hann var vistaður í fangageymslu.

Tveir ökumenn voru handteknir síðdegis í gær grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið