fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Rafrænt bingó fyrir eldri borgara – Margir hafa saknað þess að spila bingó

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 14. ágúst 2020 13:18

Tveggja metra reglan var virt á síðasta námskeiðinu í sumar þar sem nemendur æfðu sig að spila bingó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkefnið „Tæknilæsi fyrir fullorðna“ hefur staðið yfir síðan í vor en um er að ræða námskeið fyrir eldri borgara sem miða að því að gera þá heim snjalltækninnar aðgengilegri, allt frá heimabankanum til samfélagsmiðla.

Námskeiðin hafa verið haldin í allt sumar víðs vegar um Reykjavík í sumar þar sem félagsstarf eldri borgara er starfrækt og tæplega 140 manns komið á námskeið. Nú er síðustu kennsluviku sumarsins að ljúka og ákváðu aðstandendur því að halda rafrænt bingó þar sem nemendur á námskeiðunum, og aðrir eldri borgarar, geta tekið þátt.

Bingóið byrjar klukkan 14:00 í dag og hér er Facebookviðburður þess þar sem allar nánari leiðbeiningar er að finna: Rafrænt bingó fyrir eldri borgara.

Bingóið er spilað í gegn um Bingomaker

Mæðginin Rannveig Ernudóttir og Huginn Þór Jóhannsson áttu upphaflega hugmyndina að námskeiðinu og komu því í framkvæmd með fleira góðu fólki í samstarfi við Reykjavíkurborg. Rannveig er virkniþjálfi og umsjónarkona í félagsstarfi fullorðinna í Reykjavík en Huginn sonur hennar starfar einnig á velferðarsviði Reykjavíkurborgar auk þess að vera nemandi í Tækniskólanum, en hann var áður kennari hjá Skema sem heldur tækninámskeði fyrir börn og unglinga.  Auk Rannveigar og Hugins hefur Francesco Barbaccia séð um námskeiðin í sumar en hann er líka virkniþjálfi og umsjónarmaður í félagsstarfi á Norðurbrún 1 í Reykjavík.

Fjöldi fyrirtækja hefur gefið vinninga Mynd/Tæknilæsi fyrir fullorðna

„Okkur fannst góð hugmynd að enda sumarið á rafrænu bingói,“ segir Rannveig. „Nú á tímum COVID-19 höfum við heyrt frá mörgum hversu mikið þeiur sakna hefðbundna félagsstarfsins og ekki síst þess að spila saman bingó. Við höfum verið að kenna fólki leiðir til að nýta tæknina á fjölbreyttan hátt og því ekki að spila saman bingó í gegn um tölvuna eða iPadinn?“

Námskeiðin voru upphaflega aðeins hugsuð sem námskeið í sumar en Rannveig segir mikinn vilja hjá öllum að það verði framhald á þeim. Það verði þó að koma í ljós.

Hægt er að smella hér til að skoða Facebooksíðu Tæknilæsis fyrir fullorðna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Í gær

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“
Fréttir
Í gær

Heilbrigðisfulltrúi tók sér vald sem hann hafði ekki

Heilbrigðisfulltrúi tók sér vald sem hann hafði ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sagðist ekki hafa verið „með gáfur til þess“ að telja tugi milljóna fram til skatts

Sagðist ekki hafa verið „með gáfur til þess“ að telja tugi milljóna fram til skatts
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu