fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Fréttir

Telur líklegt að viðmælandi hafi boðið sér mútur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 10:13

Myndin er af Facebook-síðu Stundarinnar og tengist fréttinni ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabríel Benjamín, blaðamaður á Stundinni, telur líklegt að fjársterkur aðili sem hann er að vinna frétt um hafi reynt að fá sig til að þiggja mútur. Birti Gabríel færslu um málið á Twitter þar sem segir meðal annars:

„Í dag reyndi fjársterkur aðili hugsanlega að fá mig til að gerast brotlegur við 4. grein siðareglna blaðamanna og þiggja mútur.“

Í fjórðu grein siðareglna blaðamanna segir: „Það telst mjög alvarlegt brot þiggi blaðamaður mútur eða hafi í hótunum vegna birtingar efnis.“

Í samtali við DV segir Gabríel að hann geti ekki farið út í efnisatriði málsins en það verði afhjúpað í næsta tölublaði Stundarinnar sem kemur út þarnæsta föstudag.

„Það var talað undir rós en ég túlkaði skilaboðin þannig að ef ég myndi sjá frekar sjónarhorn viðmælanda þá gæti ég fengið einhverja umbun.“

Aðspurður hvort honum hafi áður verið boðnar mútur áréttar Gabríel fyrst að þetta hafi einungis hugsanlega verið boð um múturgreiðslur og segir síðan:

„Ekki svona bersýnilega en það hefur verið ýjað að ýmsu. Ég hef orðið fyrir hótunum en það er annað mál. Það kannast allir blaðamenn við að ef við erum að fjalla um óprúttna aðila þá auðvitað lendirðu í slíku fólki. Ég hef hins vegar aldrei fengið hótun sem ég hef tekið alvarlega. Það er sjaldgæft að fjársterkur aðili geri eitthvað eins og í Samherjamálinu, þar sem beinlínis er farið í manninn, en hinir og þessir aðilar reyna oft að hafa áhrif á fréttaefni og fréttamat eftir sínum leiðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósáttur við framkomu ferðamanna – „Er engin virðing fyrir náttúrunni lengur til?“

Ósáttur við framkomu ferðamanna – „Er engin virðing fyrir náttúrunni lengur til?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bíl merktum Isavia stolið í gær – „Öryggisatvik átti sér stað“

Bíl merktum Isavia stolið í gær – „Öryggisatvik átti sér stað“
Fréttir
Í gær

„Alltof oft eyðum við of miklum tíma með óþægilegu fólki sem mergsýgur taugakerfið okkar“

„Alltof oft eyðum við of miklum tíma með óþægilegu fólki sem mergsýgur taugakerfið okkar“
Fréttir
Í gær

Þetta eru vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt Tripadvisor – Aðeins tveir með íslenskt nafn

Þetta eru vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt Tripadvisor – Aðeins tveir með íslenskt nafn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birti játningu á Facebook um að hafa falsað íþróttamuni upp á tugi milljarða – Fannst síðan örendur stuttu síðar

Birti játningu á Facebook um að hafa falsað íþróttamuni upp á tugi milljarða – Fannst síðan örendur stuttu síðar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar