fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Íslendings saknað í Brussel – Ekki hefur spurst til Konráðs síðan á fimmtudagsmorgun – UPPFÆRT

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 1. ágúst 2020 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensks manns, Konráðs Hrafnkelssonar, sem búsettur er í Belgíu, er saknað. Síðast sást til hans á McDonalds-stað í miðborg Brussel á fimmtudagsmorgun kl. 9. Hann fór burt frá heimili sínu sama dag kl. 8:10. Konráð er fæddur árið 1992.

Unnusta Konráðs, Kristjana Diljá Þórarinsdóttir, lýsir eftir Konráð í opinni færslu á Facebook. Þar kemu fram að hann er 1,78 m á hæð, var klæddur í bláar gallabuxur og hvíta Nike-skó. Hann var með bakpoka og húfu á höfði (hvorttveggja dökkt) og svört Marshall heyrnartól. Meðferðis hafði hann blátt reiðhjól.

Kristjana veitti DV leyfi til birtingar á færslunni og myndefni. Hún segir að ekkert nýtt sé  að frétta af málinu umfram það sem kemur fram í færslunni. Er DV hafði samband við Svein Guðmarsson, upplýsingafulltrúa Utanríkisráðuneytisins í morgun, var honum ekki kunnugt um að atvikið hefði verið tilkynnt til borgaraþjónustu ráðuneytisins.

Í samtali við DV segir Kristjana að tilkynningar til lögreglu og ráðuneytisins séu í vinnslu.

UPPFÆRT KL. 12:50

Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, hafði samband við DV með upplýsingar um að aðstandendur Konráðs væru komnir í samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Mun hún aðstoða þá varðandi samskipti við yfirvöld í Belgíu, þar á meðal lögreglu.

UPPFÆRT KL. 18:10

Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir nú eftir Konráði í en í tilkynningu hennar segir:

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra lýsir eftir Konráði Hrafnkelssyni. Konráð yfirgaf heimili sitt í Belgíu að morgni 30.07.sl. um kl: 08:10. Um kl: 09:00 þann sama morgun sást til Konráðs á McDonalds í miðbæ Brussel. Þegar Konráð yfirgaf heimili sitt var hann klæddur í bláar gallabuxur, gráan bol og hvíta Nike íþróttaskó, dökka derhúfu, svört Marshall heyrnatól og með dökkan bakpoka. Konráð var á bláu reiðhjóli. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra óskar eftir upplýsingum frá öllum þeim sem mögulega vita eitthvað um ferðir Konráðs eða hvar hann er að finna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi