fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

KAPP kaupir Kistufell

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 13. júlí 2020 16:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KAPP ehf hefur keypt véla- og bifreiðaverkstæðið Kistufell ehf. Þar með er KAPP ehf að styrkja vélarhlutann í starfsemi sinni enn frekar hér á landi.

Vélaverkstæðið Kistufell var stofnað árið 1952 af bræðrunum Guðmundi og Jónasi Jónassonum. Vélaverkstæðið hefur starfað í 700 fermetra eigin húsnæði að Tangarhöfða 13. Fyrirtækið sérhæfir sig í vélaviðgerðum á all flestum tegundum af vélum, slípun sveifarása, borun á vélablokkum, þrýstiprófun hedda og samsetningum á vélum. Hjá fyrirtækinu starfa sjö bifvélavirkjar þar af eru tveir bifvélavirkjameistarar.

Guðmundur Ingi Skúlason, framkvæmdastjóri Kistufells og aðaleigandi fyrirtækisins frá árinu 2004, segir söluverðið vera trúnaðarmál. ,,Fyrirtækið verður rekið áfram með svipuðu sniði og áður og með sama mannskap. Þó er stefnt að því að efla starfsemina með alhliða þjónustu á vélasviði og þá í samvinnu með KAPP,“ segir hann.

,,Kistufell er öflugt vélaverkstæði með mikla sögu og vel tækjum búið. Fyrirtækið hefur verið í rekstri af þremur kynslóðum í sömu fjölskyldu í tæpa sjö áratugi. Þessi kaup styrkja þjónustu okkar á innanlandsmarkaði mikið og gera okkur sem heild enn sterkari að sækja fram í okkar starfsemi og þjónustu fyrir viðskiptavini,“ segir Óskar Sveinn Friðriksson, framkvæmdastjóri KAPP.

KAPP sinnir vélaviðgerðum, selur og þjónustar kæli, frysti- og vinnslubúnað ásamt því að framleiða og smíða ryðfríar vörur fyrir matvælaiðnaðinn. KAPP framleiðir meðal annars OPTIM-ICE ísþykknivélar sem eru mjög vinsælar í sjávarútvegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi