fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Mál lektorsins komið til ákærusviðs

Auður Ösp
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 12:27

Kristján Gunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar lögmanns og fyrrverandi lektors við HÍ er komið inn á borð ákærusviðs lögreglunnar. RÚV greinir frá.
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við RÚV að rannsókn málsins sé lokið. Ákærusvið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun fara yfir málið með til­liti til þess hvort það sé full­rann­sakað svo hægt sé að taka ákvörðun um sak­sókn í mál­inu.

Ekki settur í farbann

DV greindi fyrst fjölmiðla frá langvarandi ófremdarástandi á heimili Kristjáns Gunnars við Aragötu, á háskólasvæðinu í Reykjavík. Þar kom fram að unglingapartý þar sem neytt var fíkniefna væru tíð á heimili lekstorsins og heimildir voru fyrir því að hann hefði boðið stúlkun fíkniefni gegn kynlífi. Þá kom fram að stúlka hefði verið flutt af heimili hans eftir ofneyslu efna og að sjálfur hefði hann verð frelsissviptur á heimili sínu.
Kristján Gunnar var síðan handtekinn þann 25.desember síðastliðinn og sat í gæsluvarðhaldi til 29. desember, grunaður um kynferðisbrot og frelsissviptingu. Í kjölfarið komu fram ásakanir um meint kynferðisbrot lektorsins. Ekki var hins vegar krafist áframhaldandi gæsluvarðsúrskurðar yfir honum.
Í febrúar síðastliðnum greindi DV frá því að   Kristján Gunnar hefði farið af landi brott þann 9.janúar, og flogið frá Keflavíkurflugvelli til New York. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV fór Kristján til Bandaríkjanna til að leita sér lækinga við fíkn sinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Í gær

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða
Fréttir
Í gær

Grunaður um að halda erlendum ferðamanni í gíslingu á Hverfisgötu

Grunaður um að halda erlendum ferðamanni í gíslingu á Hverfisgötu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“