fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Nýr sjóður vegna pakkaferða tekur fljótlega til starfa – Tryggja þarf að peningarnir fara ekki í annað en þeim er ætlað

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. júlí 2020 08:00

Frá Grikklandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstu vikum tekur nýr sjóður vegna pakkaferða til starfa, hann nefnist Ferðaábyrgðasjóður. Ferðamálastofa mun sjá um rekstur hans en ferðaskrifstofur geta sótt um lán úr sjóðnum til að endurgreiða viðskiptavinum pakkaferðir sem féllu niður eða munu falla niður á tímabilinu 12. mars til 31. júlí. Ferðamálastjóri segir að tryggja þurfi að peningarnir fari ekki í annað.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Skarphéðni Berg Steinarssyni, ferðamálastjóra, að tryggja þurfi að rétt sé staðið að málum. Hann telur að hægt verði að opna fyrir umsóknir í sjóðinn um miðjan mánuð.

Samkvæmt nýsamþykktum lögum þá er Ferðamálastofu falið að reka Ferðaábyrgðasjóðinn og segir Skarphéðinn að þær séu nú þegar farnar að spyrjast fyrir um þennan nýja sjóð.

„En það á eftir að ganga frá reglugerð og tæknilegum atriðum. Við erum að vonast til þess að það klárist fyrir miðjan mánuðinn.“

Sagði hann og tók fram að gæta þurfi að ýmsum lögformlegum atriðum, til dæmis hvort lögin stangist á við ríkisstyrkjareglur EES-samningsins en hann telji að svo sé ekki.

„Það þarf að tryggja að það sé staðið rétt að þessu. Þarna er verið að lána fyrir tilteknum endurgreiðslum. Þeir eru til þess eins að endurgreiða og þarf að finna fyrirkomulag til að passa upp á það.“

Sagði Skarphéðinn sem sagðist telja að góð sátt ríki um að leysa málin með þessum hætti. Með þessu sé búið að tryggja fjármögnun til að ferðaskrifstofurnar geti endurgreitt. Hann sagði að lögin geti náð til fimmtán til tuttugu þúsund ferða en þau ná bæði yfir ferðir Íslendinga til útlanda og útlendinga hingað til lands. Erlendi hlutinn getur verið tæplega helmingur af heildarpakkanum að hans mati.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum
Fréttir
Í gær

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp
Fréttir
Í gær

Brottrekstur Úlfars gagnrýndur – „Bendir til þess að stjórnvöld leggi meira upp úr því að fela vandann en að taka á honum“

Brottrekstur Úlfars gagnrýndur – „Bendir til þess að stjórnvöld leggi meira upp úr því að fela vandann en að taka á honum“
Fréttir
Í gær

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni
Fréttir
Í gær

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi
Fréttir
Í gær

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi