fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Ofsaakstur á fjórhjólum og vespum í Kópavogi – „Það gæti orðið banaslys“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Kópavogi hafa miklar áhyggjur af unglingum á vespum og fjórhjólum. Rætt hefur verið um vandamálið á Facebook-hverfisgrúbbum bæði Sala- og Kórahverfis, en sumir segja að ástandið sé orðið stórhættulegt vegna ofsaakstur þeirra á göngustígum innan hverfisins.

Myndband af unglingum á fjórhjóli keyra á miklum hraða um hverfið hefur verið deilt á YouTube.

[videopress eNiEQS8I]

Óttast banaslys

DV náði tali af einum íbúa Kópavogs sem er bæði ósáttur með viðbrögð foreldra unglinganna og lögreglu, sem honum finnst sýna málinu lítinn áhuga.

„Þetta eru engin reiðhjól. Þetta eru vespur og fjórhjól sem að vega mörg mörg kíló. Jafnvel hundrað þessi fjórhjól. Þegar að þau komu þá fór þetta bara í allt annan pakka. Það skiptir ekki máli hvort að þú sért barn eða fullorðinn. Það gæti orðið banaslys,“

Einstaklingurinn sem að DV talaði við hefur sérstakar áhyggjur af umræddum fjórhjólum sem hann telur að séu að keyra á allt að 70 kílómetra hraða. Þá telur hann að á vespunum hafi innsigli verið tekin úr sem að sjái til þess að þau komist mikið hraðar en ætlast sé til.

„Maður er bókstaflega hræddur“

Maðurinn sagði að sínu hverfi hefði fólk almennt verið heppið með aðstæður vegna þess að lítil bílaumferð sé í hverfinu, börn komist jafnan í skólann án þess að labba yfir götu. Þegar að göngustígarnir eru hins vegar orðnir hættulegir hverfi það öryggi.

„Maður er bókstaflega hræddur á göngustígunum hérna. Maður er hræddur við það að verða bara fyrir hjóli. Þegar að fjórhjólið kom þá gerði það mann fullsaddan,“

Á einum af umræddum Facebook-hópum má sjá marga tjá sig um vandamálið. Einn einstaklingur segist ekki þora lengur í göngutúr með hundinn sinn og annar segist lenda í atvikum sem enda næstum því í slysum daglega.

Börnin eru þá farin að monta sig vegna málsins segir maðurinn, sérstaklega vegna viðbragða lögreglu, en hann segir áhyggjuefni að hún hafi ekki látið sjá sig þegar hún hafi verið kölluð út vegna þessara mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos