Í gær, 16. júní, var 851 sýni tekið í landamæraskimun og hefur meirihluti þeirra nú verið greindur. Vel yfir eitt þúsund einstaklingar komu til landsins í gær en börn og farþegar frá löndum sem ekki eru skilgreind áhættusviði fyrir COVID-19 eru undanskilin sóttkví og sýnatöku.
Tvö sýni sem greind voru í landamæraskimun í gær reyndust jákvæð fyrir COVID-19 en að auki reyndist sýni frá lögreglukonu jákvætt í gær, eins áður hafði verið greint frá. Þeir tveir sem reyndust jákvæðir í landamæraskimun fara í mótefnamælingu í dag, en í öðru tilfellinu er líklega um gamla sýkingu að ræða. Frá því að skimun á landamærum hófst 15. júní hafa fjögur sýni reynst jákvæð fyrir COVID-19, þar af eitt virkt smit.
Klukkan 10:00 í morgun höfðu 526 einstaklingar forskráð sig vegna komnu til landsins í dag.
Heildarfjöldi staðfestra smita á Íslandi er 1.815, þaf af eru 8 í einangrun og 1.797 er batnað.
Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra munu halda upplýsingafund á morgun, 18. júní til að fara nánar yfir landamæraskimunina.