fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Yfir þúsund manns komu til landsins í gær – átta eru í einangrun

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 17. júní 2020 14:21

Klukkan 10:00 í morgun höfðu 526 einstaklingar forskráð sig vegna komnu til landsins í dag

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær, 16. júní, var 851 sýni tekið í landamæraskimun og hefur meirihluti þeirra nú verið greindur. Vel yfir eitt þúsund einstaklingar komu til landsins í gær en börn og farþegar frá löndum sem ekki eru skilgreind áhættusviði fyrir COVID-19 eru undanskilin sóttkví og sýnatöku.

Tvö sýni sem greind voru í landamæraskimun í gær reyndust jákvæð fyrir COVID-19 en að auki reyndist sýni frá lögreglukonu jákvætt í gær, eins áður hafði verið greint frá. Þeir tveir sem reyndust jákvæðir í landamæraskimun fara í mótefnamælingu í dag, en í öðru tilfellinu er líklega um gamla sýkingu að ræða. Frá því að skimun á landamærum hófst 15. júní hafa fjögur sýni reynst jákvæð fyrir COVID-19, þar af eitt virkt smit.

Klukkan 10:00 í morgun höfðu 526 einstaklingar forskráð sig vegna komnu til landsins í dag.

Heildarfjöldi staðfestra smita á Íslandi er 1.815, þaf af eru 8 í einangrun og 1.797 er batnað.

Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra munu halda upplýsingafund á morgun, 18. júní til að fara nánar yfir landamæraskimunina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða