fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Hildur Guðna, Helgi Björns og COVID-Þríeykið sæmd riddarakrossi

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 17. júní 2020 14:03

Frá vinstri: Forseti Íslands, Eliza Reid forsetafrú, Bárður Hafsteinsson, Helgi Björnsson, Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Hulda Karen Daníelsdóttir, Jón Kalman Stefánsson, Einar Bollason, Þórólfur Guðnason, Alma Möller, Víðir Reynisson, Sigrún Þuríður Geirsdóttir, Anna Dóra Sæþórsdóttir og Jón Sigurðsson. Mynd/forseti.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðmundsson sóttvarnarlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hluti í dag riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðismála og framlag í baráttu við Covid-19 farasóttina.

Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar tónlistar og Helgi Björnsson, leikari og tónlistarmaður, hlaut riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og leiklistar.

Forseti Íslands sæmdi í dag, 17. júní, alls fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þeir eru:

  • Alma Möller landlæknir, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðismála og framlag í baráttu við Covid-19 farasóttina
  • Anna Dóra Sæþórsdóttir prófessor, Kópavogi, riddarakross fyrir kennslu og rannsóknir á vettvangi ferðamálafræði og útivistar
  • Bárður Hafsteinsson skipaverkfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til hönnunar fiskiskipa og íslensks sjávarútvegs
  • Einar Bollason fyrrverandi formaður KKÍ og stofnandi Íshesta, Kópavogi, riddarakross fyrir framlag til íþrótta og störf á vettvangi ferðaþjónustu
  • Ellý Katrín Guðmundsdóttir fyrrverandi borgarritari, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á opinberum vettvangi og framlag til opinskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn
  • Hildur Guðnadóttir tónskáld, Berlín, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar tónlistar
  • Hulda Karen Daníelsdóttir kennari og formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga, Reykjavík, riddarakross fyrir frumkvæði á sviði starfsþróunar og kennslu íslensku sem annars máls og framlag til eflingar tengsla við afkomendur Íslendinga í Vesturheimi
  • Jón Kalman Stefánsson rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskra bókmennta
  • Jón Sigurðsson fyrrverandi rektor, seðlabankastjóri og ráðherra, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í opinbera þágu
  • Sigrún Þuríður Geirsdóttir þroskaþjálfi, Mosfellsbæ, riddarakross fyrir afrek á sviði sjósunds
  • Sigurborg Ingunn Einarsdóttir fyrrverandi hjúkrunarforstjóri og ljósmóðir, Eskifirði, riddarakross fyrir framlag til heilbrigðisþjónustu í heimabyggð
  • Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðismála og framlag í baráttu við Covid-19 farasóttina
  • Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðismála og framlag í baráttu við Covid-19 farasóttina
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín
Fréttir
Í gær

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin