Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðmundsson sóttvarnarlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hluti í dag riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðismála og framlag í baráttu við Covid-19 farasóttina.
Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar tónlistar og Helgi Björnsson, leikari og tónlistarmaður, hlaut riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og leiklistar.
Forseti Íslands sæmdi í dag, 17. júní, alls fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þeir eru:
- Alma Möller landlæknir, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðismála og framlag í baráttu við Covid-19 farasóttina
- Anna Dóra Sæþórsdóttir prófessor, Kópavogi, riddarakross fyrir kennslu og rannsóknir á vettvangi ferðamálafræði og útivistar
- Bárður Hafsteinsson skipaverkfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til hönnunar fiskiskipa og íslensks sjávarútvegs
- Einar Bollason fyrrverandi formaður KKÍ og stofnandi Íshesta, Kópavogi, riddarakross fyrir framlag til íþrótta og störf á vettvangi ferðaþjónustu
- Ellý Katrín Guðmundsdóttir fyrrverandi borgarritari, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á opinberum vettvangi og framlag til opinskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn
- Hildur Guðnadóttir tónskáld, Berlín, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar tónlistar
- Hulda Karen Daníelsdóttir kennari og formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga, Reykjavík, riddarakross fyrir frumkvæði á sviði starfsþróunar og kennslu íslensku sem annars máls og framlag til eflingar tengsla við afkomendur Íslendinga í Vesturheimi
- Jón Kalman Stefánsson rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskra bókmennta
- Jón Sigurðsson fyrrverandi rektor, seðlabankastjóri og ráðherra, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í opinbera þágu
- Sigrún Þuríður Geirsdóttir þroskaþjálfi, Mosfellsbæ, riddarakross fyrir afrek á sviði sjósunds
- Sigurborg Ingunn Einarsdóttir fyrrverandi hjúkrunarforstjóri og ljósmóðir, Eskifirði, riddarakross fyrir framlag til heilbrigðisþjónustu í heimabyggð
- Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðismála og framlag í baráttu við Covid-19 farasóttina
- Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðismála og framlag í baráttu við Covid-19 farasóttina