Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fundið Pioaru Alexandru Ionut. Hann kom til landsins ásamt fimm öðrum rúmenskum karlmönnum fyrir fimm dögum.
Sjá einnig: Lögreglan lýsir eftir þessum rúmenska karlmanni
Lögreglan hefur nú fundið alla sex karlmennina. Þrír þeirra hafa verið prófaðir fyrir COVID-19 og tveir greinst jákvæðir með virk smit.