fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

Mývetningum boðin ókeypis sálfræðiþjónusta út næsta ár

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. júní 2020 08:00

Þorsteinn Gunnarsson er sveitarstjóri í Skútustaðahreppi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öllum íbúum í Skútustaðahreppi verður boðið upp á ókeypis sálfræði- og heilsufarsráðgjöf út næsta ár. Miðað er við að hver íbúi geti fengið þriggja klukkustunda ráðgjöf. Um er að ræða tilraunaverkefni í samvinnu við Sálfræðiþjónustu Norðurlands en það er sveitarfélagið sem stendur straum af kostnaðinum við verkefnið.

Fréttablaðið skýrir frá þessu.

„Þetta er hluti af hamingjuverkefni okkar hér í Mývatnssveit, en við erum búin að vinna að því í tæp tvö ár að auka hamingju Mývetninga. Við höfum í tvígang gert könnun meðal íbúanna um líðan þeirra og erum því komin með góða mynd af því hvar veikleikarnir liggja.“

Hefur blaðið eftir Þorsteini Gunnarssyni sveitarstjóra.

Fram kemur að niðurstöður kannananna sýni að elstu íbúarnir séu þeir hamingjusömustu en að huga þurfi betur að unga fólkinu.

„Við höfum áhyggjur af þessum hópi, unga fólkinu, það kemur ekki nógu vel út svo við höfum sett af stað sérstök úrræði fyrir þann hóp.“

Er haft eftir Þorsteini sem á þarna við forvarnarstarf sem verður unnið með börnum í 8. til 10. bekk.

„Við köllum þetta náttúrumeðferð og í henni felst að styrkja unga fólkið okkar og nýta til þess náttúruna. Svo verðum við með sambærilegt námskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 16–25 ára og þetta er allt öllum að kostnaðarlausu líkt og sálfræðitímarnir og heilsuráðgjöfin.“

Haft er eftir honum að Mývetningar hafi greinilegan áhuga á verkefninu og fólk sé byrjað að panta tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“
Fréttir
Í gær

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið