fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Grunur um fjármálamisferli of algeng í fjölskyldum Alzheimersjúklinga

Heimir Hannesson
Föstudaginn 5. júní 2020 12:55

Mynd úr safni/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þessari viku hafa tvö alvarleg mál um grófa misnotkun á Alzheimersjúklingum komið upp á Íslandi. Í því fyrra er manni á sjötugsaldri gefið að sök að hafa nauðgað tveim konum um áttrætt. Í því seinna er Rocio Bertu Calvi Lozano ákærð fyrir að hafa svikið umtalsverða fjármuni af Alzheimerveikum systrum á tíræðisaldri.

Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna, segir mjög algengt að grunur sé um misferli með fé aldraðra ættingja. „Okkar fyrstu ráðleggingar til fólks sem leitar til samtakanna er að ganga frá þessum málum sem allra fyrst. Halda fjölskyldufund, skipa umboðsmann og koma fjármálunum á hreint.“ Þegar fólk lætur hjá líða að gera slíkt eru dyrnar opnaðar fyrir grun um misferli á síðari stigum sjúkdómsins. Tortryggni meðal ættingja, sérstaklega í samsettum fjölskyldum, sé algeng en hægt sé að koma í veg fyrir slíkt með áðurnefndum aðgerðum.

Málið hræðilegt og sorglegt

Vilborg segir þó að alvarleg dæmi eins og fjársvikamál systranna á tíræðisaldri séu ekki algeng. „Málið er auðvitað hræðilegt eins og allir glæpir. Það er mjög sorglegt að verið sé að misnota akkúrat fólk í þessari stöðu sem getur enga björg sér veitt og skilur ekki hvað aðgerðir eins og að setja nafn sitt á blað getur þýtt.“

Alzheimersamtökin hafi lagt til við yfirvöld að skýra þurfi lögræðislögin og þá helst ráðsmannsúrræðið. Það sé alltof kostnaðarsamt sem hafi hindrandi áhrif. Ennfremur hafa samtökin bent á að of fáir nýta sér þá leið að svipta heilabilaða ættingja fjárræði. Vilborg segir hugsanlegt sé að orðið „fjárræðissvipting“ sé e.t.v. of hvasst og fæli fólki frá því að nýta úrræðið. Því þurfi að breyta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi