fbpx
Mánudagur 25.janúar 2021
Fréttir

Meintur fjársvikari í einu grófasta fjársvikamáli Íslands neitar sök

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 5. júní 2020 11:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meintum fjársvikara, Rocio Bertu Calvi Lozano, er gefið að sök að hafa dregið að sér fé og numið á brott ýmsar eignir í eigu aldraðra heilabilaðra systra. Málið þykir sérstaklega óhuggulegt þegar horft er til veikinda systranna en Rosio kynntist eldri systurinni í gegnum bandaríska sendiráðið þar sem eldri systirin starfaði. Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku en Rocio og eiginmaður hennar neita að hafa nýtt fjármuni systranna til að greiða eigin skuldir en Rocio hefur sagt að hún hafi nýtt fjármuni þeirra systra til að reka heimili þeirra hjóna. Rocio vildi ekki tjá sig þegar DV hafði samband við hana.

 

Sótti um starf mannauðstjóra Reykjavíkurborgar á velferðarsviði

Rocio Berta Calvi Lozano er frá Bólivíu og kynntist íslenskum manni í sumarleyfi á Cochabamba og fluttist með honum til Íslands 1986. Hún hefur verið virk í hinum ýmsu kvennasamtökum svo sem Félagi kvenna í atvinnulífinu og í menningarlífi landsins. Rosio sótti um starf mannauðstjóra Reykjavíkurborgar á velferðarsviði á síðasta ári en hún starfaði áður sem starfsmannastjóri hjá heilsuversluninni Garra.

Systurnar með Alzheimer á háu stigi 

Í ákærunni kemur fram að yngri systirin hafi búið og starfað í Bandaríkjunum stóran hluta ævi sinnar en flutt aftur til Íslands árið 2006 og verið lögð inn á heilbrigðisstofnun vegna heilabilunar. Einnig kemur fram að erfitt hafi reynst að taka skýrslu af systurinni árið 2017 þegar fyrst vöknuðu grunsemdir um meintan fjárdrátt. Yngri systirin tapaði fljótt þræðinum svo skýrslutakan varð að engu.

Fyrstu grunsemdir um heilabilun eldri systurinnar komu fram árið 2011 þegar hún mætti ekki í minnispróf. Árið 2017 kom í ljós að hún var alzheimer-sjúkdóm á háu stigi. Rannsakendur gerðu tilraun til að taka skýrslu af henni 2017 vegna grunsemda um fjárdrátt en hún gat ekki haldið uppi almennum samræðum segir enn fremur í ákærunni.

Systurnar eiga engin börn svo auðveldara reyndist að halda meintum fjárdrætti undir yfirborðinu fyrir þeim er tengdust systrunum. Það var því fyrst fyrir þremur árum að grunnsemdir vöknuðu hjá ættingjum kvennanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strákarnir með góðan leik í naumu tapi gegn Frökkum

Strákarnir með góðan leik í naumu tapi gegn Frökkum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reikningurinn hækkar hjá Ragnari sem keyrði á nágranna sinn – „Hann reyndi að drepa mig“

Reikningurinn hækkar hjá Ragnari sem keyrði á nágranna sinn – „Hann reyndi að drepa mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Röð skotárása á húsnæði íslenskra stjórnmálaflokka til rannsóknar – „Þetta er auðvitað mjög óhugnanlegt“

Röð skotárása á húsnæði íslenskra stjórnmálaflokka til rannsóknar – „Þetta er auðvitað mjög óhugnanlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skotið á hús Samfylkingarinnar í Sóltúni – Lögregla lokið störfum á vettvangi

Skotið á hús Samfylkingarinnar í Sóltúni – Lögregla lokið störfum á vettvangi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Ásgeir segir þetta hafa verið mesta lærdóminn eftir hrunið – „Ég myndi ekki gera þetta í dag“

Jón Ásgeir segir þetta hafa verið mesta lærdóminn eftir hrunið – „Ég myndi ekki gera þetta í dag“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óljós orsök andláts Perlu – Önnur kona lýsti ofbeldi af hendi kærastans – Ógnandi þegar lögregla bar að garði

Óljós orsök andláts Perlu – Önnur kona lýsti ofbeldi af hendi kærastans – Ógnandi þegar lögregla bar að garði