Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu reynir nú að slökkva gróðurelda sem kviknuðu í Hafnarfirði í kvöld. Fréttablaðið greinir frá þessu.
Eldarnir eru töluverðir að mati varðstjóra, en þó sé engin vafi á því að takast muni að slökkva þá. Það gæti þó reynst snúið, en erfitt er að koma vatni á staðinn.
Sem betur fer telur varðstjóri nánast öruggt að fullyrða að eldarnir muni ekki ná í nærliggjandi hús.
Ekki er vitað hvernig eldarnir kviknuðu kviknuðu. Einnig má lesa um málið á Fréttablaðið.is