fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Svona lítur ný auglýsingaherferð Icelandair út

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 27. maí 2020 11:02

Þessi mynd prýðir pakkaferðar auglýsingu til vestfjarðar ásamt textanum: Núna er rétti tíminn til að kynnast Ísafirði – og útivistinni – upp á nýtt. Borea Adventures og fleiri spennandi afþreyingarmöguleikar taka vel á móti þér fyrir vestan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair og Air Iceland Connect hleypa í dag úr hlaði nýrri markaðsherferð undir yfirskriftinni „Kynnumst upp á nýtt!“. Markmið hennar er að hvetja Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Um er að ræða pakkaferðir til Akureyrar, Egilsstaða, Ísafjarðar og Reykjavíkur. Þannig verður boðið upp á flug, bíl og gistingu á sérkjörum auk þess sem viðskiptavinir munu njóta afslátta í samstarfi við fjölmarga ferðaþjónustuaðila víða um land. Auglýsingarnar ganga út á að kynna áningastaði fyrir íslenskum ferðamönnum líkt og um borgarferð sé að ræða og hvetja þannig landsmenn til ferðast innanlands líkt og um útlönd væri að ræða.

Í tilkynningunni segir enn fremur að Icelandair hafi í áratugi skipulagt borgarferðir fyrir viðskiptavini sína til ýmissa borga beggja megin Atlantshafsins. Flestir þekkja vel slagorðin „Flug og bíll“ eða „Flug og hótel“ í því samhengi. Að sama skapi hefur Air Iceland Connect um árabil skipulagt pakkaferðir fyrir innanlandsmarkað, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Herferðin mun standa til 31. ágúst og verður því hægt að nýta þessi kjör í allt sumar.

 

Skjáskot af Icelandair connect

„Við finnum fyrir miklum vilja hjá landsmönnum til að kynnast landinu upp á nýtt og ferðast innanlands í sumar. Því höfum við lagt upp í þessa herferð í samstarfi við fjölmarga samstarfsaðila víða um land sem eru vel í stakk búnir til að taka á móti gestum í sumar. Íslendingar kunna að gera það besta úr aðstæðunum hverju sinni og við viljum nýta þau tækifæri sem nú gefast til að bjóða landsmönnum upp á aukin þægindi við ferðalög innanlands. Hér er allt til staðar, flugvélar, bílaleigubílar, hótel og óteljandi afþreyingarmöguleikar, svo ekki sé minnst á okkar fallegu náttúru,“ er haft eftir Birnu Ósk Einarsdóttur, framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs Icelandair.

Birna Ósk Einarsdóttir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarfélög úr sitt hvorum landshlutanum ræða sameiningu

Sveitarfélög úr sitt hvorum landshlutanum ræða sameiningu
Fréttir
Í gær

Ari segir stærri mál falin bak við kosninguna í dag – „Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna“

Ari segir stærri mál falin bak við kosninguna í dag – „Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna“
Fréttir
Í gær

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín