fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Meintur barnaníðingur liðlega tvítugur – Níðingar á öllum aldri segir sérfræðingur

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 27. maí 2020 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kristín Newton er sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í meðferð barnaníðinga. DV heyrði í henni og spurði út í málið í Hraunvallaskóla sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu, en málið varðar meint kynferðisbrot starfsmanns gagnvart börnum í fyrsta bekk. Meint atvik átti sér sta í seinustu viku. Samkvæmt heimildum DV er maðurinn liðlega tvítugur.

Sjá einnig: Starfsmaður Hraunvallaskóla leystur frá störfum vegna alvarlegs lögreglumáls

Hún hefur meðal annars veitt dæmdum barnaníðingum meðferð á Litla-Hrauni og sinnt einstaklingum sem leita sér aðstoðar vegna óviðeigandi kynferðislegra hugsana og hegðunar. Anna bendir réttilega á að málið sé til rannsóknar hjá lögreglu og því erfitt að fullyrða til um það. Hún segist vera í erfiðri stöðu hvað málið varðar og ekki geta tjáð sig um það sjálft.

„Mér finnst það vera ábyrgðarhlutverk að dæma ekki fólk fyrir fram í svona málum.“

Komið hefur fram að meintur gerandi sé á þrítugsaldri, en það virðist hafa komið mörgum í opna skjöldu. Anna segir að hópurinn sem brjóti gegn börnum sé í raun og veru fjölbreyttur, en í flestum tilfellum sé það einhver sem barnið þekkir vel.

„Rannsóknir sýna það að þeir sem að brjóta gegn börnum eru á öllum aldri og í allskonar stöðum. Þetta er alls ekki einsleitur hópur. Við vitum það að flestir þeir sem brjóta gegn börnum eru einstaklingar sem barnið þekkir vel, en ekki einhver ókunnugur maður úti í bæ.“

Anna segir að það séu til meðferðarúrræði fyrir þessa einstaklinga.

„Það er til leið fyrir einstaklinga sem brjóta gegn börnum sem hjálpar þeim að halda sér öruggum,“ segir hún.

Hún segir að þegar að fólk væri dæmt í svona málum fengi það gjarnan boð um að fara í meðferð, en það væri yfirleitt undir þeim dæmda komið að ákveða hvort að tæki meðferðarúrræðinu.

„Almennt séð, ef að fólk fær dóm fyrir brot á barni þá stendur því til boða að fara í meðferð, en það er undir þeim sjálfum komið hvort að það þiggi hana.“

Sjá einnig Meint kynferðisbrotamál í Hraunvallaskóla – Búið að taka skýrslu af börnunum

Sjá einnig: Verjandi mannsins í Hraunvallaskóla tjáir sig

DV hefur rætt um málið í Hraunvallaskóla í vikunni, en þar er líkt og áður segir einstaklingur sem er liðlega tvítugur ásakaður um að hafa brotið á börnum í fyrsta bekk. Manninum hefur verið vikið frá störfum tímabundið og málið er til rannsóknar lögreglu. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá 21. maí segir:

„Samkvæmt framburði annars barnsins hafi kærði fengið þau til að koma með sér á salerni og þar sýnt þeim ,„[…] sína“ sem bara strákar væru með og gæti orðið mjög hörð. Börnin hefðu síðan fengið að snerta ,,[…]“ og kyssa hana. Þá hafi börnin ekki mátt segja frá þessu því þá yrði kærði rauður og reiður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Í gær

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Í gær

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
Fréttir
Í gær

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”