fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

„Þær grípa í klofið á manni, klípa í rassinn og troða jafnvel tungunni upp í mann“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. maí 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

“Þær grípa í klofið á manni, klípa í rassinn og troða jafnvel tungunni upp í mann”

Þetta segir þjóðþekktur karlmaður sem vitnar um kynferðislega áreitni íslenskra kvenna í viðtali við Ásdísi Olsen í sjónvarpsþættinum “Undir yfirborðið”. Hann segir það nánast undantekingalaust gerast þegar hann fer með félögum sínum á veitingastaði um helgar að konur vaði í klofið á honum og spyrji hvort hann sé til í tuskið. Annar viðmælandi í þættinum segir: “Ég hef ítrekað lent í konum sem hafa leitað á mig og þær ganga mjög hreint til verks. Það eru bara komnar hendur á viðkvæma staði og það er kannski komið aftan að manni og einhver rödd segir, mig langar að ríða þér.”

“Ég hef aldrei talað um hvernig mér líður.”

Hjálmar Gunnar Sigmarsson kynjafræðingur og ráðgjafi hjá Stígamótum þekkir þessar sögur vel og segir viðteknar karlmennskuhugmyndir erfiðar viðureignar, “sú hugmynd að karlar eigi eigi að vera til í kynlíf hvenær sem er og eigi að vera tilkippilegir.” Hann segir það einnig vefjast fyrir íslenskum körlum að tjá sig um vanmátt sinn og tilfinningar. “Við höfum talað við menn sem hafa bókstaflega sagt ‘Ég hef aldrei talað um hvernig mér líður’.”

“Þær taka mann í raun hreðjartaki og maður getur enga björg sér veitt.”

Viðmælendur Ásdísar tala um mikið varnaleysi gagnvart konum sem grípa í klofið á þeim. “Þær taka mann í raun hreðjartaki og maður getur enga björg sér veitt.” Einn mannanna rifjar upp slíka reynslu sem hann varð fyrir á tónleikum og fær ennþá hroll yfir mörgum árum seinna. “Ég stend í þvögunni og finn að það er klipið þéttingsfast í punginn á mér með iðandi fingrum. Ég gersamlega frís eitt augnablik og lít svo niður. Þá sé ég brosandi konuandlit horfa á mig. Hún horfir á mig eins og þetta sé fullkomlega eðlilegt en ég get mig ekki hreyft. Þegar hún slakar á takinu hendist ég út úr þvögunni og reyni að átta mig á hvað hafi gerst. Ég er ýmsu vanur í mannlegum samskiptum en þetta var svo mikið áfall fyrir mig að ég hef ekki getað gleymt þessu atviki. Ég er enn að velta fyrir mér hvað þessi árás skildi eftir sig. Mér finnst ég hafa verið niðurlægður og upplifði mig varnarlausan. Ekki gat ég ýtt henni frá eða brugðist við eins og ef karlmaður hefði ráðist á mig. Alltaf þegar ég heyri Queen í útvarpinu þá leitar hugurinn aftur til baka og það rennur kalt vatn milli skinns og hörunds.”

Hjálmar Gunnar segir þetta valdbeitingu og ofbeldi sem geti haft skelfilegar afleiðingar, „skömm og sektarkennd, depurð, þunglyndi, sjálfsvígshugleiðingar, lágt sjálfsmat. Þeir eiga eriftt með náin samskipti og kynlíf, erfitt með að rasa út í kynlífi , efast um eigin kynhneigð, eiga erfitt með að treysta sér til að taka að sér ný verkefni, treysta nýju umhverfi og félagslegum samskiptum. Stundum eru líkamlegar afleiðingar, veikindi, sjúkdómar og það eru fleiri rannsóknir að sýna það.”

Þátturinn var frumsýndur á Hringbraut í kvöld kl. 20:00, en þáttinn er hægt að sjá í heilld sinni á heimasíðu Hringbrautar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Augnablikið þegar kafbáturinn féll saman – Eiginkonan: „Hvaða hvellur var þetta?“

Augnablikið þegar kafbáturinn féll saman – Eiginkonan: „Hvaða hvellur var þetta?“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Íslenskur leigusali í miklum vanda og óttast um aleiguna – „Leigjandi minn er fíkill“

Íslenskur leigusali í miklum vanda og óttast um aleiguna – „Leigjandi minn er fíkill“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að hafa svalalokanir eins og nágrannarnir

Fá ekki að hafa svalalokanir eins og nágrannarnir
Fréttir
Í gær

Sala á Perlunni samþykkt – Greidd með 13 árlegum afborgunum og óljós ákvæði um mögulega frekari greiðslur

Sala á Perlunni samþykkt – Greidd með 13 árlegum afborgunum og óljós ákvæði um mögulega frekari greiðslur
Fréttir
Í gær

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“
Fréttir
Í gær

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið
Fréttir
Í gær

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Í gær

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu