Sáttafundur hófst í deilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hjá sáttasemjara kl. 11 í morgun. Frá þessu greindi Drífa Snædal, formaður ASÍ, í Silfrinu á Rúv rétt í þessu. Um er að ræða ófomlega fundi.
Sagt hefur verið að örlög Icelandair muni ráðast á hluthafafundi föstudaginn 22. maí þegar þess verður freistað að auka verulega hlutafé félagsins. Forsenda fyrir auknu hlutafé er mikil hagræðing í rekstri til framtíðar og þar vegur launakostnaður þungt.
Gengið hefur mjög brösulega að semja, en flugfreyjur virðast almennt ekki ánægðar með stöðuna.
Sjá nánar: Ekkert að frétta af flugfreyjum og klukkan gengur á Icelandair