fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fréttir

„Það getur komið í bakið á okkur að svona fáir hafi smitast“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. maí 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, hefur það eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að það taki allt að þrjú ár að opna land aftur eftir að því hefur einu sinni verið lokað vegna farsóttar á borð við kórónuveiruna. Segir hann Þórólf hafa látið þessu ummæli falla fyrir um ári síðan, þegar kórónuveiran var enn bara möguleiki og ógn til framtíðar.

Hvert mannsbarn þekkir Björn Inga eftir vasklega framgöngu hans á upplýsingafundum um COVID-19. Björn Ingi hefur viðað að sér mikilli þekkingu um ýmislegt sem tengist faraldrinum og verið í fararbroddi hérlendra fjölmiðlamanna í umfjöllun um hann. Björn Ingi ræddi málin við Frosta Logason og Mána Pétursson í útvarpsþættinum Harmageddon.

Björn Ingi telur langan veg framundan þar til ferðaþjónusta eða efnahagslíf geti náð eðlilegu ástandi, eða því sem taldist vera eðlilegt ástand, áður en faraldurinn reið yfir. Í gær voru kynnt áform um að liðka fyrir komu ferðamanna til landsins frá og með 15. júní næstkomandi, þannig að þeir þurfi ekki að fara í tveggja vikna sóttkví eins og nú er heldur geti farið í skimun á Keflavíkurflugvelli eða framvísað heilbrigðisvottorði.

Björn Ingi er sammála þessari ákvörðun og segist hafa gengið úr skugga um að hún hafi ekki verið tekin undir pólitískum þrýstingi heldur telji Þórólfur að óhætt sé að reyna þetta.

„Það er alveg eins gott að taka áhættuna og gefa ferðamannaiðnaðinum möguleika á að komast aðeins í gang því það er ekkert auðveldara að opna eftir níu mánuði. Þá verður það alveg jafnerfitt,“ sagði Björn Ingi.

Hann sagðist hins vegar telja að ferðamannaiðnaðurinn fari ekki á fleygiferð við þetta, engan veginn.

Björn Ingi telur smithættu í augnablikinu vera hverfandi en ljóst sé að veiran eigi eftir að koma aftur. „Veiran er þarna og ef innan við 5% eru búin að fá hana þá er alveg ljóst að veiran er að fara að koma aftur,“ sagði Björn  Ingi.

Átök framundan í samfélaginu

Björn Ingi var spenntur fyrir þeim möguleikum sem kunna að felast í orðspori Íslands í baráttu við veiruna. Aðrar þjóðir hafi almennt verið miklu ráðalausari og óviðbúnar en við: „Við vorum tilbúin og gátum reddað því sem þurfti að redda. Við gátum fengið fleiri öndunarvélar, við gátum útvegað starfsfólkinu okkar búnað. Í virtustu og flottustu sjúkrahúsum í Bandaríkjunum og Bretlandi, og víðar, á Norðurlöndunum, var ekki hægt að finna hlífðargalla fyrir lækna! Starfsfólkið var bara að spyrja mjög valid og alvöru spurninga: Hvernig gat þetta eiginlega gerst?“

Björn Ingi telur gífurlega möguleika felast í því að erlend kvikmyndafyrirtæki vilji koma hingað með verkefni vegna þess öryggis sem  hér er þrátt fyrir allt að finna undan veirunni, og sömuleiðis telur hann að viðræður um að Ísland geti orðið vettvangur fyrir æfingar og jafnvel leiki í enska boltanum í sumar vera í gangi.

Þeir Björn Ingi, Máni og Frosti voru sammála um að íslenska leiðin í baráttunni við faraldurinn sé millistig á milli sænsku leiðarinnar (Svíar hafa beitt litlum hömlum) og þeirra hörðu aðgerða sem flest ríki gripu til, sem var útgöngubann. Björn Ingi segir að Svíum gangi í rauninni ekki vel þó að þeir beri sig vel, dauðsföllum í Svíþjóð vegna veirunnar sé farið að fjölga aftur. Hins vegar viti enginn hver staða Svía verði eftir tvö ár í samanburði við okkur.

„Það getur komið í bakið á okkur að svona fáir hafi smitast,“ sagði Björn Ingi og átti þar við að við séum afar langt frá hjarðónæmi og samfélagið verði áfram viðkvæmt fyrir endurkomu veirunnar.

Björn Ingi spáir miklum átökum í samfélaginu vegna gífurlegs samdráttar þar sem hinir ýmsu hópar berjist um sneiðar af minni þjóðarköku. Það gætu orðið til tvær þjóðir í landinu, opinberir starfsmenn sem séu með allt á þurru varðandi laun sín, og fólk sem hafi unnið á einkamarkaði en þurfi að lifa á atvinnuleysisbótum um langa hríð.

Heyra umræður um kórónuveirufaraldurinn í Harmageddon

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði
Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Í gær

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann
Fréttir
Í gær

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum
Fréttir
Í gær

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni
Fréttir
Í gær

Tókst ekki að sanna dónaskap og virðingarleysi af hálfu Listaháskólans og fær ekki inngöngu

Tókst ekki að sanna dónaskap og virðingarleysi af hálfu Listaháskólans og fær ekki inngöngu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi