Ekið var á 9 ára stúlku í hverfi 105 í Reykjavík í gærkvöld. Meiðsli hennar reyndust vera minniháttar og fékk hún að fara heim að skoðun lokinni.
Þetta kemur fram í Dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem og eftirfarandi:
Í gærkvöld var fólki vísað út af veitingastað í miðborginni þar sem of margir gestir voru inni á staðnum. Eigendur staðarins eiga von á kæru vegna brots á samkomubanni.
Maður var handtekinn í Kópavogi í nótt vegna líkamsárásar, húsbrots og eignaspjalla. Var hann vistaður í fangaklefa.
Að sögn lögreglu var mikið að gera í nótt, mörg útköll vegna hávaða í heimahúsum og 14 ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.