fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Orð kínverska sendiherrans um COVID-19 dregin í efa – „Dæmi hver fyrir sig“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 27. apríl 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær fullyrðingar Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, að Kína hafi brugðist við kórónuveirufaraldrinum með opnum og ábyrgum hætti, eru dregnar mjög í efa í grein tveggja manna í Fréttablaðinu í dag. Þann 15. apríl birti sendiherrann grein sem DV greindi frá þar sem hann jafnvel efaðist um að upptök veirunnar væru í Kína:

„Kína var fyrsta landið til að til­kynna smit af völdum „Nýju kóróna­veirunnar“ til WHO, Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunarinnar, þegar út­breiðslan hófst í Wu­han borg, en það þýðir samt ekki endi­lega að upp­runi vírussins hafi verið í Wu­han. Leitin að upp­runa vírussins ætti að vera í höndum til þess bærra vísinda­manna og heil­brigðis­starfs­manna. Engin niður­staða er enn komin í leitina að upp­runa veirunnar, en það mun vonandi koma í ljós með tímanum.“

Sendiherrann fór yfir aðgerðir Kína til að hefta útbreiðslu veirunnar um heiminn og undirstrikaði mikilvægi samstöðu alþjóðasamfélagsins í baráttunni gegn COVID-19. Sendiherrann sagði viðbrögð Kínverja við faraldrinum vera ábyrg en dæmi væru um að reynt væri að nýta sér faraldurinn í pólitískum tilgangi, jafnvel sem afsökun ráðamanna fyrir eigin aðgerðaleysi, og skella skuldinni á Kínverja. „Við­brögð Kína hafa vakið at­hygli víða og hlotið lof og viður­kenningu frá bæði WHO og al­þjóða­sam­fé­laginu. Allar til­raunir til að varpa sök á Kína eða til­raunir stjórn­mála­afla til að nýta sér CO­VID-19 far­aldurinn í pólitískum til­gangi og kenna öðrum um hægir ekki á út­breiðslunni og er ekki hægt að nota sem af­sökun fyrir að­gerða­leysi af hálfu sumra stjórn­mála­manna,“ sagði sendiherrann.

Læknar handteknir
Tveir menn, þeir Hrafn Magnússon og Þorgeir Eyjólfsson, rita grein í Fréttablaðið í dag þar sem fullyrðingar sendiherrans eru dregnar í efa og rakin atburðarás sem er á skjön við þær. Þar segir meðal annars:

„Á nýársdag var markaðinum í Wuhan lokað. Sama dag var Dr. Li Wenliang, sem var í hópi lækna sem vöruðu við útbreiðslu veirunnar á samfélagsmiðlum undir lok desember, kallaður til yfirheyrslu í Wuhan þar sem hann var borinn sökum um að hafa dreift sögusögnum. Sjö aðrir voru handteknir af sömu ástæðum og Dr. Li og eru afdrif þeirra einstaklinga ekki þekkt. Nokkrar greiningar höfðu þá verið framkvæmdar á rannsóknarstofum sem staðfestu tilvist veirunnar. Vitað er um smit 15 heilbrigðisstarfsmanna á fyrstu dögum ársins og því er ljóst að yfirvöldum var vel kunnugt að sjúkdómurinn smitaðist manna á milli.“

Samkvæmt grein tvímenningana virðast kínversk stjórnvöld hafa reynt að þagga niður vitneskju vísindamanna um að smitfaraldur væri farinn af stað. Grein þeirra birtir nokkuð ítarlega tímalínu um rás viðburða í Kína og Taiwan frá miðjum desember 2019 og fram til 21. janúar þegar kínversk stjórnvöld tilkynntu um faraldurinn:

„Hinn 3. janúar 2020 gáfu yfirmenn heilbrigðisy f ir valda út þagnartilskipun (gag order) ásamt fyrirmælum um að öll lungnabólgusýni af sýnatökustöðum skyldu fjarlægð eða eyðilögð. Þann 5. janúar greindi WHO (Alþjóðaheilbrigðisstofnunin) í yfirlýsingu frá því að stofnuninni hafi verið greint á gamlársdag frá lungnabólgutilvikum af óþekktum uppruna í Wuhan borg. Þennan dag byrjuðu sjúklingar með einkenni veirusjúkdómsins að leita í hópum til spítala í Wuhan sem leiddi til ófremdarástands nokkrum dögum síðar. Það var ekki fyrr en 8. janúar að kínversk heilbrigðisyfirvöld staðfestu að nýtt af brigði kórónaveirunnar valdi sjúkdómnum. Yfirvöld héldu hins vegar uppteknum hætti og endurtóku að engar sannanir væru til staðar um að vírusinn smitaðist á milli manna sem myndu gera hann hættulegan og ekki hefði verið hægt að tengja hann dauðsföllum.“

Í lok greinar tvímenninganna segir:

„Lesendum blaðsins er eftirlátið að draga ályktanir af ofangreindri atburðarás og að hversu miklu leyti hún styður frásögn kínverska sendiherrans um að Kína hafi brugðist við með opnum og ábyrgum hætti líkt og sagði í grein hans. Trúverðugleika talna í upplýsingagjöf kínverskra stjórnvalda má efast um. Hvernig stenst tala um 4.632 látna 25. apríl af völdum veirunnar í landi 1.400 milljón manna þegar fyrir liggja tölur á sama tíma um 26.384 látna á Ítalíu sem er 60 milljón manna þjóð eða tölur um 22.902 látna á Spáni sem er 47 milljón manna þjóð? Dæmi hver fyrir sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneytið segir ofsögum sagt að viðræður við Sýn séu hafnar

Ráðuneytið segir ofsögum sagt að viðræður við Sýn séu hafnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir að gefast upp á unglingssyni sínum og segir kerfið hafa brugðist – „Það eina sem ég sé er Litla Hraun eða gröfin“

Móðir að gefast upp á unglingssyni sínum og segir kerfið hafa brugðist – „Það eina sem ég sé er Litla Hraun eða gröfin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Árásarmaður Rushdie fær þungan dóm

Árásarmaður Rushdie fær þungan dóm
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ósátt við að refaskytta hafi verið valin með hlutkesti

Ósátt við að refaskytta hafi verið valin með hlutkesti