fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Segir frá harkalegum aðgerðum undirheima vegna COVID – „Auðvitað er erfiðara að brjótast inn og fjármagna neysluna“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 25. apríl 2020 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fyllti í skarð Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns á upplýsingafundinum sem fór fram í dag. Víðir fékk langþráð frí eftir að hafa stýrt 54 upplýsingafundum í röð. Hann mun þó mæta aftur á morgun.

Sigríður var spurð út í heimilisofbeldi á tímum COVID-19 og hvort að það hefði aukist. Hún sagði að seinustu tölur sem hún hefði séð hefði bent til 10% aukningar.

„Seinustu tölur sem ég sá um heimilisofbeldi voru frá sautjánda apríl og þar var tíu prósenta fjölgun á þeim.“

„Síðan er okkur sagt að það sé aukin harka í fíkniefnaheiminum,“

Þá sagði Sigríður að aukin harka virtist vera að færast í undirheimana. Skortur á efnum væri minni en í nágrannalöndunum, en aukin framleiðsla væri án efa hafin hér á landi.

„Við erum ekki sátt með að verð á fíkniefnum hefur verið að hækka mikið í nágrannalöndunum, á meðan það stendur nokkurn veginn í stað hjá okkur. Það bendir til þess að framboðið sé nægilegt þrátt fyrir öll þessi stóru mál sem hafa komið upp. Það er áhyggjuefni og við höfum mikið velt því fyrir okkur.“

Sigríður sagði að vegna aðstæðna væri líklega erfiðara að brjótast inn í hús og fremja rán til að fjármagna neyslu og það gæti orsakað harðari innheimtuaðgerðir.

„Auðvitað er erfiðara að brjótast inn og fjármagna neysluna núna, þannig að það getur verið þess vegna innheimtur verði harkalegri.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“