fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Segir frá harkalegum aðgerðum undirheima vegna COVID – „Auðvitað er erfiðara að brjótast inn og fjármagna neysluna“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 25. apríl 2020 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fyllti í skarð Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns á upplýsingafundinum sem fór fram í dag. Víðir fékk langþráð frí eftir að hafa stýrt 54 upplýsingafundum í röð. Hann mun þó mæta aftur á morgun.

Sigríður var spurð út í heimilisofbeldi á tímum COVID-19 og hvort að það hefði aukist. Hún sagði að seinustu tölur sem hún hefði séð hefði bent til 10% aukningar.

„Seinustu tölur sem ég sá um heimilisofbeldi voru frá sautjánda apríl og þar var tíu prósenta fjölgun á þeim.“

„Síðan er okkur sagt að það sé aukin harka í fíkniefnaheiminum,“

Þá sagði Sigríður að aukin harka virtist vera að færast í undirheimana. Skortur á efnum væri minni en í nágrannalöndunum, en aukin framleiðsla væri án efa hafin hér á landi.

„Við erum ekki sátt með að verð á fíkniefnum hefur verið að hækka mikið í nágrannalöndunum, á meðan það stendur nokkurn veginn í stað hjá okkur. Það bendir til þess að framboðið sé nægilegt þrátt fyrir öll þessi stóru mál sem hafa komið upp. Það er áhyggjuefni og við höfum mikið velt því fyrir okkur.“

Sigríður sagði að vegna aðstæðna væri líklega erfiðara að brjótast inn í hús og fremja rán til að fjármagna neyslu og það gæti orsakað harðari innheimtuaðgerðir.

„Auðvitað er erfiðara að brjótast inn og fjármagna neysluna núna, þannig að það getur verið þess vegna innheimtur verði harkalegri.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Góðar líkur á stórum skjálfta í Brennisteinsfjöllum í nánustu framtíð

Góðar líkur á stórum skjálfta í Brennisteinsfjöllum í nánustu framtíð
Fréttir
Í gær

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Í gær

Látinn sjúklingur lá á sjúkrastofu á Landspítalanum í nokkra klukkutíma

Látinn sjúklingur lá á sjúkrastofu á Landspítalanum í nokkra klukkutíma
Fréttir
Í gær

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“