Sjúklingur lét lífið á Landspítalanum einhvern tímann á síðasta sólarhring vegna COVID-19 sjúkdómsins sem kórónaveiran veldur. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítalans þar sem Landspítali vottar aðstandendum sjúklingsins samúð sína.
Alls hafa nú níu einstaklingar látist vegna veirunnar hér á landi. Hins vegar hefur rúmlega ellefu hundruð einstaklingum batnað eftir að hafa smitast af veirunni.