fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Fréttir

Rúmlega fertug kona lést eftir útskrift af bráðamóttökunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 31. mars 2020 13:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjörutíu og tveggja ára kona lést skömmu eftir að hún hafði verið útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í síðustu viku. RÚV greinir frá.

Í skoðun er hvort álag á spítalanum hafi verið orsakavaldur í þessum harmleik.

Konan var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku á fimmtudaginn í síðustu viku og var hún talin hafa fengið blóðsýkingu. Hún var send heim í hjólastól nokkrum klukkustundum eftir komuna á  bráðamóttökuna. Hún lést á föstudagsmorguninn.

Í svörum Landspítalans til RÚV kemur fram að ekki sé hægt að segja til um það á þessari stundu hvort álag á bráðamóttökunni vegna kórónufaraldursins hafi eitthvað haft með þetta að gera. Segir jafnframt að álag á bráðamóttökunni hafi verið með minna móti frá því COVID-19 faraldurinn hófst.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt