fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Landhelgisgæslan flaug með COVID-19 sýni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 30. mars 2020 17:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhafnir Landhelgisgæslunnar höfðu í nógu að snúast um helgina, bæði við æfingar og útköll. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar fór í tvö útköll sem bæði voru vegna vélsleðaslysa.

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, æfði á Suðurlandi um helgina. Meðal annars var lent í Hrauneyjum, æft í Jökulgili og við Hrafntinnusker. Meðan æfingunni stóð var óskað eftir því að Landhelgisgæslan færi til Vestmannaeyja til að flytja mögulegt Covid-19 sýni til Reykjavíkur. TF-EIR fór rakleiðis til Eyja og sótti sýnið.

Á bakaleiðinni, þegar TF-EIR var við Þorlákshafnarveg, barst tilkynning um vélsleðaslys við Skíðaskálann í Hveradölum. Áhöfnin brást skjótt við og TF-EIR var lent á vettvangi um tveimur mínútum síðar. Hinn slasaði var fluttur á Landspítalann í Fossvogi.

Á sunnudag, var svo aftur óskað eftir aðstoð þyrlusveitar vegna vélsleðaslyss, nú við Veiðivötn. Tveir voru fluttir með TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, á Landspítalann til aðhlynningar.

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, var sömuleiðis á flugi um helgina. Áhöfn hennar æfir reglulega ásamt því að sinna eftirlitsstörfum. Vélin flaug frá Bjargtöngum að Kötlutanga þar sem undanfarið hafa borist tilkynningar um olíublauta fugla á svæðinu. Engin mengun var sjáanleg en stefnt er að því að fara í annað mengunareftirlit á næstunni. Þá hafa þyrlur Landhelgisgæslunnar kannað staðbundin svæði vegna þessara tilkynninga en engin orsök hefur fundist.

Í fluginu lenti TF-SIF tvívegis í Vestmannaeyjum. Meðfylgjandi myndband sýnir aðflugið og lendinguna í fallegu veðri í Eyjum á laugardag.

Þá eru bæði varðskip Landhelgisgæslunnar, Þór og Týr, við eftirlit á hafinu. Týr er á suðvesturhorninu og Þór á Vestfjörðum. Áhöfnin á Tý æfði með áhöfn hafnsögubátsins Magna á fimmtudag. Á laugardag fann áhöfn skipsins öldumælisdufl sem losnaði út af Garðskaga í febrúar. Áhöfnin notaði gamaldags þríhyrnings miðunarleit og fann duflið loksins eftir nokkra leit. Í kjölfarið var nýtt Garðskagadufl sett á flot.

Áhöfnin á Þór æfði auk þess sem hún nýtti tímann við að huga vel að fallbyssu skipsins. Stefnt er að því að halda fallbyssuæfingu á næstu dögum, utan skipaleiða og veiðisvæða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum