fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

„Á þessum tímum þá gefst okkur ákveðið tækifæri til að skilja betur þá sem eru að glíma við þennan vanda“

Auður Ösp
Sunnudaginn 29. mars 2020 09:00

Handþvottur er mjög mikilvægur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi óvissa sem við erum öll að upplifa þessa dagana hefur auðvitað talsverð áhrif á þá sem eru haldnir kvíða. Sérstaklega fyrir þá sem hafa ekki fengið greiningu og meðferð og hafa ekki tól í höndunum til að takast á við þetta,“ segir dr. Ólafía Sigurjónsdóttir sálfræðingur og teymisstjóri OCD teymis Kvíðameðferðarstöðvarinnar og stjórnarmeðlimur OCD samtakanna. Hún hefur starfað mikið með einstaklingum sem haldnir eru þráhyggju- og árátturöskun (OCD.)

Í nýjasta helgarblaði DV er fjallað um kvíða og áráttu á tímum Covid-19 faraldursins. Rætt er við Íslendinga sem eru greindir með heilsukvíða eða þráhyggju- og árátturöskun. Hér fyrir neðan birtist brot úr umfjölluninni.

Ólafía tekur fram að áráttu- og þráhyggjuröskun geti í raun snúist um hvað sem er, og sé ekki eingöngu bundin við sýkla, smit og óhreinindi þrátt fyrir að það sé algengt „þema.“

Dr. Ólafía Sigurjónsdóttir

Hún bendir á flestallir hafi áhyggjur af heilsunni öðru hvoru en þessháttar áhyggjur þurfi ekki endilega að vera einkenni þráhyggju-árátturöskunar. „Þeir sem eru með þráhyggju-árátturöskun festast í hugsunum sínum. Fólk fær óþægilegar og uppáþrengjandi hugsanir og finnst það knúið til að framkvæma áráttuhegðun eins og til dæmis að þvo sér eða sækja í hughreystingu frá öðrum. Það er mismunandi hversu alvarlegur vandinn er en í mörgum tilvikum getur þetta tekið mikinn tíma frá fólki, nokkrar klukkustundir á dag jafnvel allan daginn. Þetta getur haft virkilega hamlandi áhrif og hindrað fólk í að sinna daglegu lífi.

Á þessum tímum þá gefst okkur ákveðið tækifæri til að skilja betur þá sem eru að glíma við þennan vanda. Þetta gefur okkur smá innsýn. Við fáum nasaþefinn af því að vera í þessu óttafangelsi. Það að upplifa eins og heimurinn sé fullur af hættum, ef við fylgjum ekki þessum ákveðnu reglum sé voðinn vís.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill