fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

„Á þessum tímum þá gefst okkur ákveðið tækifæri til að skilja betur þá sem eru að glíma við þennan vanda“

Auður Ösp
Sunnudaginn 29. mars 2020 09:00

Handþvottur er mjög mikilvægur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi óvissa sem við erum öll að upplifa þessa dagana hefur auðvitað talsverð áhrif á þá sem eru haldnir kvíða. Sérstaklega fyrir þá sem hafa ekki fengið greiningu og meðferð og hafa ekki tól í höndunum til að takast á við þetta,“ segir dr. Ólafía Sigurjónsdóttir sálfræðingur og teymisstjóri OCD teymis Kvíðameðferðarstöðvarinnar og stjórnarmeðlimur OCD samtakanna. Hún hefur starfað mikið með einstaklingum sem haldnir eru þráhyggju- og árátturöskun (OCD.)

Í nýjasta helgarblaði DV er fjallað um kvíða og áráttu á tímum Covid-19 faraldursins. Rætt er við Íslendinga sem eru greindir með heilsukvíða eða þráhyggju- og árátturöskun. Hér fyrir neðan birtist brot úr umfjölluninni.

Ólafía tekur fram að áráttu- og þráhyggjuröskun geti í raun snúist um hvað sem er, og sé ekki eingöngu bundin við sýkla, smit og óhreinindi þrátt fyrir að það sé algengt „þema.“

Dr. Ólafía Sigurjónsdóttir

Hún bendir á flestallir hafi áhyggjur af heilsunni öðru hvoru en þessháttar áhyggjur þurfi ekki endilega að vera einkenni þráhyggju-árátturöskunar. „Þeir sem eru með þráhyggju-árátturöskun festast í hugsunum sínum. Fólk fær óþægilegar og uppáþrengjandi hugsanir og finnst það knúið til að framkvæma áráttuhegðun eins og til dæmis að þvo sér eða sækja í hughreystingu frá öðrum. Það er mismunandi hversu alvarlegur vandinn er en í mörgum tilvikum getur þetta tekið mikinn tíma frá fólki, nokkrar klukkustundir á dag jafnvel allan daginn. Þetta getur haft virkilega hamlandi áhrif og hindrað fólk í að sinna daglegu lífi.

Á þessum tímum þá gefst okkur ákveðið tækifæri til að skilja betur þá sem eru að glíma við þennan vanda. Þetta gefur okkur smá innsýn. Við fáum nasaþefinn af því að vera í þessu óttafangelsi. Það að upplifa eins og heimurinn sé fullur af hættum, ef við fylgjum ekki þessum ákveðnu reglum sé voðinn vís.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“