fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Ásgerður Jóna segir fólk sem sækist eftir mataraðstoð hreyta í sig ónotum og illmælgi – „Þetta særir djúpt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 25. mars 2020 14:29

Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar, segir fólk sem ekki gat fengið aðstoð hjá félaginu í síðustu viku hreyta í sig ónotum og illmælgi vegna þess að félagið hefur ekki tök á að keyra út matarsendingar í þessari viku eins og í síðustu viku. Segir Ásgerður að þessu fólki líði illa en ummæli þess særi hana djúpt. Þetta kemur fram í nýrri Facebook-færslu Ásgerðar sem er eftirfarandi:

Mikið hryggir það þegar fólk sem ekki fékk mataraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands í síðustu viku þegar við sendum mat til 570 heimila á höfuðborgarsvæðinu hreytir í mann ónotum og illmælgi þar sem við erum ekki með aðstoð í þessari viku. Þessu fólki líður mjög illa en þetta særir djúpt og það er vont. Nú verðum við að safna til a geta keypt matvæli en fólk virðist ekki vita að Borgin styður okkur um 42.600 á mánuði og Ríkið styður um 100.000 á mánuði. Þessir styrkir duga fyrir rafmagni, hita og síma á mánuði. En í guðana bænum, við reynum að gera okkar besta. Fjölskylduhjálp Íslands er ekki rekin af hinu opinbera svo það sé sagt. Verum góð við hvert annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill