fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Gul vesti fyrir fólk í sóttkví

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 24. mars 2020 16:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gul sóttkvíarvesti hafa selst vel hjá Heimkaup.is sem hóf sölu á vestunum fyrir viku. Þau hafa verið vinsæl meðal göngu og hlaupahópa að sögn Guðmundar Magnasonar hjá Heimkaup.is. Á vestunum er áletrun: Í sóttkví – 2 metrar.

Hugmyndin kviknaði hjá hjónunum Fjölvari Darra Rafnssyni og Önnu Lindu Magnúsdóttur þegar þau voru heima í sóttkví eftir hjólaferð til Kanaríeyja. ,,Við vorum með 32 hjólasnillingar á vegum Karenar Axelsdóttur og Ágústu Eddu Björnsdóttur í Hreyfingu. Allur hópurinn var að sjálfsögðu settur í sóttkví við heimkomu en við höfum verið dugleg að hreyfa okkur og að sjálfsögðu í vestunum. Sem betur fer eru allir einkennalausir á 9 degi í sóttkví,“ segir Darri.

,,Við létum framleiða vestin og setja þau í sölu á Heimkaup.is. Við viljum með þessu létta fólki sem er í sóttkví lífið þannig að að geti fari út að hreyfa sig vel merkt. Vestin hafa verið mjög vinsæl hjá okkur. Við vorum fyrst með vestin á markað fyrir viku og síðan hafa aðrir aðilar látið framleiða sambærileg vesti og sett í sölu. Fólk hefur tekið mjög vel í þetta sem mætir okkur hvort sem það er uppi á fjalli, á hjólum eða á hlaupum,“ segir Darri og bætir við að  ágóðinn af sölunni muni renna til Landspítalans til tækjakaupa vegna Covid-19 veirunnar en vestin kosta 2.490 kr. stykkið á Heimkaup.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Í gær

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“
Fréttir
Í gær

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“