fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Neyðarkall móður í skugga COVID-19 – Kristín óttast hið versta en kemur að lokuðum dyrum – „Því miður þá vilja þau ekkert gera“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. mars 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Birna Benonýsdóttir er ung móðir sem á asthma-veikt barn. Kristín er orðin fárveik og óttast mjög að vera komin með kórinuveirunnar. Hún lýsir einkennunum svo í umræðuhópi um COVID-19 á Facebook:

„Er orðin farveik, beinverki, hiti, hausverkur og ógeðslega illt i hálsi og að kyngja og alveg þurrhósti. Hringdi i læknavaktina i gær og hún sagðist ekki geta gert neitt og vildi EKKI taka sýni þrátt fyrir einkenni útaf því eg er ekki búin að vera i útlöndum. Má þetta bara?“

DV ræddi málið stuttlega við Kristínu sem sagði að henni væri að versna. „Mér er búið að versna svakalega síðan í gærkvöld,“ segir hún.

„Ég er með barn sem er með asthma og þess vegna vil ég fá greiningu,“ segir Kristín enn fremur.

Innlegg Kristínar hefur vakið mikla athygli á Facebook en sitt sýnist hverjum. Ein kona skrifar:

„Þú ert búin að gera samfélagslega skyldu þína með því að hringja í 1700 og tilkynna þig. Nú er bara að vera heima og fara vel með sig. Ef þú færð öndunarerfiðleika, þá hefur þú aftur samband og þá munu þeir pottþétt skoða þig og taka sýni. Góðan bata.“

Annar maður ráðleggur henni að haga sér eins og hún sé með veiruna þar til annað hefur staðfest.

Sumir benda á að aðrar flensur séu í gangi með svipuðum einkennum og COVID-19.

Kristín segist í umræðunum ekki vera með neitt sem líkist venjulegu kvefi og hún hafi mikið farið út á meðal fólks undanfarið, þar á meðal fólks sem hefur verið útlöndum

„Mér finnst samt asnalegt hvað folki finnst bara sjálfsagt að ekki se tekið sýni,“ segir Kristín við DV.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”