fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Matthías Hatari og Eva Rún eru nýju leikskáld Borgarleikhússins

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 6. mars 2020 16:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthías Tryggvi Haraldsson, meðlimur hljómsveitarinnar Hatara og sviðshöfundur, og Eva Rún Snorradóttir, sviðslistakona og rithöfundur, hafa verið valin sem leikskáld Borgarleikhússins. Þau Matthías og Eva voru valin úr hópi 42 umsækjenda og taka þau við af Þórdísi Helgadóttur sem hefur verið leikskáld Borgarleikhússins síðastliðið ár.

Eva Rún Snorradóttir er sjálfstætt starfandi sviðslistakona og rithöfundur. Hún útskrifaðist með B.A gráðu frá Listaháskóla Íslands, Sviðshöfundabraut vorið 2008. Eva Rún er ein af stofnendum og listrænum stjórnendum Framandverkaflokksins Kviss búmm bang og Sviðslistahópsins 16 elskenda. Eva Rún hefur gefið út þrjár ljóðabækur: Heimsendir fylgir þér alla ævi, 2013, Tappi á himninum, 2016 og Fræ sem frjóvga myrkrið, 2018. Fræ sem frjóvga myrkrið hlaut Maístjörnuna, verðlaun fyrir bestu ljóðabókina árið 2018. Eva Rún starfar reglulega sem stundarkennari og leiðbeinandi við Sviðslistadeild LHÍ. Eva Rún er ein af listrænum stjórnendum alþjóðlegu leiklistarhátíðarinnar LÓKAL.

Matthías Tryggvi Haraldsson útskrifaðist með BA sem sviðshöfundur frá LHÍ 2018. Hann var tilnefndur sem sproti ársins í Grímuverðlaununum 2019 fyrir sýninguna Griðarstaður. Hann skrifaði verkið Stóri Björn og kakkalakkarnir sem valið var í NÚNA 2019 í Borgarleikhúsinu og var einnig valinn núna á dögunum sem fulltrúi Íslands á leikritunarhátíðinni Cut the Card í Bretlandi. Matthías er meðlimur hljómsveitarinnar HATARI sem keppti fyrir hönd Íslands á Eurovision á seinasta ári.

Eva og Matthías feta í spor þeirra Auðar Jónsdóttur, Jóns Gnarr, Kristínar Marju Baldursdóttur, Tyrfings Tyrfingssons, Sölku Guðmundsdóttur, Björns Leós Brynjarssonar og nú síðast Þórdísar Helgadóttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas
Fréttir
Í gær

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Í gær

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi