fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Heimsóknir til fanga á Íslandi núna bannaðar vegna COVID-19

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 6. mars 2020 20:09

Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, hefur sent frá sér tilkynningu um viðbúnaðarstig í fangelsum landsins vegna COVID-19 veirunnar. Eftir að neyðaststigi var lýst yfir í dag í kjölfar fyrstu innanlandssmitanna hafa skilyrði í þágu heftunar útbreiðslu veirunnar í fangelsum verið hert. Eru heimsóknir til fanga nú bannaðar.

Afstaða hvetur yfir yfirvegunar, þolinmæði og umfram allt hreinlætis á þessum tímum Kórónuveirunar en tilkynningin er eftirfarandi:

Tilkynning til fanga og aðstandenda

Þar sem almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi vegna COVID-19 veirunnar hefur það í för með sér að fangelsi landsins eru á sett á sama stig. Þetta mun þegar í stað hafa töluverð áhrif á skjólstæðinga Fangelsismálastofnunar, þ.e. vistmenn í fangelsum hér á landi.

Hafa ber í huga að þessi áætlun er endurskoðuð daglega og er eingöngu með hagsmuni fanga, fangavarða og þeirra starfsmanna sem koma að fangelsunum.

Eins og staðan er núna þá eru:

1. Heimsóknir í fangelsin ekki leyfðar.

2. Engir flutningar verða á milli fangelsa.

3. Leyfi úr fangelsum verða ekki veitt að svo stöddu.

4. Öllum fundum hagsmunasamtaka er frestað, þar með talið Afstöðu og AA-samtakanna.

Afstaða fundar með Fangelsismálastofnun daglega og sambandið þar á milli er stöðugt á meðan þessum þrengingum og takmörkunum stendur. Eftir því sem málum vindur fram getur þurft að þrengja eða létta á takmörkunum.

Eins og áður biður Afstaða alla að taka fréttum sem þessum af yfirvegun og ró. Fyrst og fremst þurfa allir að hugsa um hreinlæti og að fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis.

Afstaða hvetur til þess að allir sýni þolinmæði á þessum mjög krefjandi tímum í fangelsum landsins. Öllum til heilla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð