fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Ekkja Geira á Goldfinger handtekin í aðgerðum lögreglu í Hvalfjarðargöngum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. mars 2020 16:24

Jaroslava opnar sig upp á gátt í viðtalið við *DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jaroslava Davíðsson, ekkja Ásgeirs Þórs Davíðssonar, Geira á Goldfinger eins og hann var oftast kallaður, var meðal þeirra fimm aðila sem voru handteknir um helgina í aðgerðum lögreglu í og við Hvalfjarðargöng. Þetta kemur fram í frétt Vísis samkvæmt áreiðanlegum heimildum þeirra.

Í aðgerðunum voru gerð upptæk nokkur kíló af amfetamíni, sem gengur undir götuheitinu spítt. Naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar lögreglunnar á Vesturlandi auk sérsveitarinnar við aðgerðirnar, sem voru umfangsmiklar og ullu nokkrum umferðartöfum.

Allir hinna handteknu, utan Jaroslövu, eru erlendir ríkisborgarar.  Málið telst að mestu upplýst.

Jaroslava opnaði sig í einlægu viðtali við DV í desember þar sem hún gerði upp fortíðina.

Hún kynntist Geira á Goldfinger fyrir tveimur áratugum síðan þegar hún var nýflutt til landsins og hann réði hana í vinnu. Þau opnuðu saman súlustaðinn Maxim og síðar Goldinger, sem Geiri varð svo kenndur við.

Í viðtalinu við DV sagði Jaroslava:

„Ég hef alltaf farið eftir lögum og allar stelpurnar sem hafa dansað hér hafa verið með íslenska kennitölu og borgað sína skatta. Ég vil hafa allt uppi á borðum því ég vil sofa á nóttunni. Ég nenni ekki neinum „monkey business“. Það er betra að hafa hreina og góða samvisku.“

Sjá einnig: 

Jaroslava fullyrðir að starfsemi Goldfinger hafi verið lögleg – Hvorki með eða á móti vændi:

Ekkja Geira á Goldfinger gerir upp fortíðina:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“