fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Fáheyrður vindur undir Hafnarfjalli: „Held ég geti fullyrt að svona mikill styrkur sé afar fátíður“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. febrúar 2020 11:30

Björgunarsveit að störfum. Myndin tengist ekki frétt beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hef ekki í huganum alla mælingasöguna þarna, en held ég geti fullyrt með vissu að svona mikill styrkur sé afar fátíður, þó svo að þetta sé einn þekktasti hviðustaðurinn við þjóðvegi landsins,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á vef sínum Blika.is.

Þar segir Einar að vindhviða við Hafnarfjall klukkan rúmlega tíu í morgun hafi mælst 71 metri á sekúndu. Það jafngildir 256 kílómetrum á klukkustund. Einar birtir mynd máli sínu til stuðnings en á henni má sjá að vindhviður á svæðinu hafa farið í 50 til 60 metra á sekúndu í morgun.

Þá segir Einar að sunnan- og suðvestanlands byrjar veður að ganga niður um hádegi en norðanlands í eftirmiðdaginn. Íbúar á Vestfjörðum geta búist við slæmu veðri fram á kvöld. Einar segir að lokum að austanlands slotar hríðinni milli klukkan 18 og 21, um leið og hlánar á láglendi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trump með George Soros í sigtinu

Trump með George Soros í sigtinu
Fréttir
Í gær

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega
Fréttir
Í gær

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“
Fréttir
Í gær

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“
Fréttir
Í gær

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“