Dómur í máli Arngríms Brynjólfssonar, skipstjóra Heinaste, fellur í Nambíu í dag. Arngrímur játaði fyrir dómi í síðustu viku að hafa verið að ólöglegum veiðum í landhelgi Namibíu.
Hann var handtekinn í nóvember en í fréttum þarlendra fjölmiðla á þeim tíma kom fram að skipið hafi verið við veiðar á hrygningarsvæðum. Í yfirlýsingu sem Arngrímur sendi frá sér eftir afskipti namibískra yfirvalda kom fram að hann hafi ekki talið sig stunda veiðar á lokuðu svæði. Sagði hann ásökunina mikil vonbrigði enda aldrei á 49 ára ferli sínum verið vændur um ólöglegar veiðar.
Í frétt The Namibian í dag kemur fram að dómur í málinu falli síðar í dag.