Guðmundur Gunnarsson, sem óvænt lét af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær laun í sex mánuði við starfslokin. Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, segir í samtali við Bæjarins besta að það sé í samræmi við ákvæði í ráðningarsamningi hans.
Daníel, sem er nýkominn aftur til starfa eftir átta mánaða leyfi, segist ekki sækjast eftir því að verða bæjarstjóri. Ekki hafa verið gefnar nákvæmar skýringar á brotthvarfi Guðmundar en í tilkynningu sem send var vegna málsins á mánudag kom fram að skýringin væri ólók sýn Guðmundar og meirihlutans á vettvangi bæjarans. Sagði Kristján Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar, að best væri að leiðir skilji þegar menn gangi ekki í takt.
Daníel Jakobsson vildi ekki gefa frekari skýringar í samtali við Bæjarins besta á því hvort þessi ólíka sýn sneri að málefnum eða starfsháttum.