fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Skemmdi ruslatunnu með flugeldum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. janúar 2020 08:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og er nokkur fjöldi mála sem tengist flugeldum á einn eða annan hátt í málaskrá lögreglu.

Klukkan 22:50 hafði lögregla á lögreglustöð 2, sem sinnir Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi, afskipti af manni sem gerði það að leik sínum að setja skoteld í ruslatunnu og skemma. Maðurinn var kærður fyrir eignaspjöll.

Þá segir lögregla í skeyti sínu að lögreglumenn í öllum hverfum hafi alls þurft að sinna 11 tilfellum þar sem unglingar voru að valda ónæði með því að nota flugelda skotelda á óleyfilegum tíma samkvæmt reglugerð um skotelda, en bannað er að skjóta upp flugeldum frá klukkan 22 að kvöldi til 10 daginn eftir.

Þá handtók lögregla mann um níu leytið í gærkvöldi í miðborginni vegna ölvunarástands og að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Vegfarendur höfðu tilkynnt manninn til lögreglu þar sem hann var að angra og valda hræðslu meðal gangandi vegfarenda í miðborginni. Hann var færður á lögreglustöð til vistunar vegna málsins sökum ölvunarástands.

Um tveimur tímum síðar, eða um 11 leytið, var maður handtekinn af lögreglumönnum í miðborginni vegna gruns um líkamsárás. Hann var færður til vistunar á lögreglustöð í þágu rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þetta eru aðvörunarbjöllur sem ættu að klingja í eyrum okkar“

„Þetta eru aðvörunarbjöllur sem ættu að klingja í eyrum okkar“
Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku og einn liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi

Tveir Íslendingar létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku og einn liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar í alvarlegu slysi í Suður-Afríku

Íslendingar í alvarlegu slysi í Suður-Afríku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Súlunesmálið: Hesthússeigandi ber Margréti illa söguna – „Gömlu hjónin voru eins og þrælar“

Súlunesmálið: Hesthússeigandi ber Margréti illa söguna – „Gömlu hjónin voru eins og þrælar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir glímir við varanlegan skaða eftir mistök í fæðingu á Landspítalanum

Móðir glímir við varanlegan skaða eftir mistök í fæðingu á Landspítalanum