fbpx
Mánudagur 03.ágúst 2020
Fréttir

Alexandra í sjokki yfir skrifum Guðmundar – Vill ekki að hann verði fordæmdur en býður honum á ráðstefnu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. september 2019 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexöndru Briem, borgarfulltrúa Pírata, var mjög brugðið yfir skrifum Guðmundar Oddssonar, fyrrverandi skólastjóra, um málefni hinseginfólks, en Alexandra birti skjáskot af grein hans úr Morgunblaðinu á Facebook-síðu sinni og skrifaði pistil um hana. Eins og DV greindi frá fyrr í dag birti Guðmundur grein í Morgunblaðinu þar sem hann amaðist mjög við því að fyrirtæki og stofnanir hefðu flaggað regnbogafána í stað þjóðfánans við heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Spurði Guðmundur hvort búið væri að skipta um þjóðfánann og kallaði regnbogafánann marglita dulu.

Guðmundur býsnaðist síðan yfir umfangi hinsegindaga og sagðist óttast að kyn fólks væri orðið að tískufyrirbæri. Hann skrifaði:

„Ég er að verða verulega áhyggjufullur vegna orðræðu sem er í gangi varðandi þessi mál. Börn og unglingar eru mjög viðkvæm gagnvart þessum hlutum og þegar svo er komið að Siggi
frændi er einn góðan veðurdag orðinn Anna frænka finnst mér mælirinn vera fullur. Maður fær það einhvern veginn á tilfinninguna að það sé orðið tískufyrirbæri hvort maður er karlkyns, kvenkyns eða jafnvel hvorugkyns. Við Íslendingar höfum miklar áhyggjur af því hve fjölgun þjóðarinnar er lítil og ekki er líklegt að þeir sem ekki vita hvers kyns þeir eru muni bæta mörgum við.“

Vill eiga samtal við fólk eins og Guðmund

Alexandra segir að Guðmundur átti sig ekki á því að transfólk eins og hún sé ósköp venjulegt í sínu daglega lífi. Hún átti sig á því að hann sé taugaóstyrkur yfir þeirri viðhorfsbreytingu sem hafi orðið gagnvart transfólki. Hún skrifar:

„Hér er innsend grein sem ég var að lesa.

Nú þegar ég er komin yfir fyrsta sjokkið, þá átta ég mig á því að fólk sem hugsar svona er fyrst og fremst pínu taugaóstyrkt gagnvart þessarrari viðhorfsbreytingu gagnvart hinsegin fólki og kannski sérstaklega transfólki sem hefur orðið í samfélaginu á síðustu árum, af því það kannski veit ekki nógu mikið um málið og hefur ekki hitt fólk í sínu daglega lífi sem er þannig og fengið að sjá hve ‘venjuleg’ við erum. Meira að segja við sem erum pínu skrítin, erum bara skrítin a sama hátt og annað fólk (ég myndi td segja að húmorinn minn sé miklu skrítnari en kynvitundin mín nokkurn tíma)

En ef þú hefur ekki hitt mig, eða fólk eins og mig, í eðlilegum kringumstæðum og átt spjall, og fengið aðeins að svala forvitninni og prófa samtalið, þá get ég skilið að vera haldinn smá ugg.“

Alexandra er mótfallin fordæmingu á fólki sem viðrar viðhorf á borð við þau sem grein Guðmundar lýsir og hún mælir frekar með samtali:

„Ég deili þessu alls ekki til að kalla á fordæmingu á þessum manni, eða öðrum sem hugsa eins. Þó svo mér sé brugðið, þá er samt gott að fólk sem líður svona upplifi að það geti sagt frá því og kannski mögulega er það fyrsta skrefið í átt að betra og innihaldsrikara samtali en að segja engum og verða bara reiðari og pirraðari í sínu horni.

Ég hef alltaf tekið vel í það að tala um þessi mál við fólk sem spyr mig með amk. lágmarks kurteisi. Það eru ekki öll okkar á þeim stað að geta rætt þetta þannig, fólki er það mis erfitt og mis sárt. Og ég vil frekar að ég sé spurð en það sé gengið á aðra transmanneskju sem er. Kannski ekki á þeim stað að vilja verja sinn tilverurétt fyrir fólk með efasemdir.“

Alexandra segist alltaf vera tilbúin að ræða málin og hún notar þetta tækifæri til að vekja athygli á ráðstefnu um málefni transfólks sem haldin verður um næstu helgi í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur:

„Ég vil líka benda fólki sem hefur svona efasemdir á ráðstefnu um málefni transfólks, þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar, læknar og sálfræðingar, í meðferð og greiningu verða með erindi, en þarna verður líka erindi frá varaformanni trans Íslands og fleirum. Ég hef tekið að mér að vera fundarstjóri fundarins, sem hefst klukkan 10 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur núna á laugardaginn og ég vona innilega að fólk sem hefur efasemdir eða spurningar og vill vita meira láti sjá sig, ekki síður en þau sem vilja vita meira og sýna stuðning.

Eins er ég alltaf tilbúin að ræða málin, og ef einhver treystir sér ekki til að mæta á svona fund, þá má líka senda mér tölvupóst eða skilaboð, sem ég skal svara svo lengi sem þau eru send í einlægni og amk. lágmarks kurteisi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Veldur áhyggjum hvað margir utan sóttkvíar eru að smita

Veldur áhyggjum hvað margir utan sóttkvíar eru að smita
Fréttir
Í gær

Íslendings saknað í Brussel – Ekki hefur spurst til Konráðs síðan á fimmtudagsmorgun – UPPFÆRT

Íslendings saknað í Brussel – Ekki hefur spurst til Konráðs síðan á fimmtudagsmorgun – UPPFÆRT
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Upplýsingafulltrúi Strætó opnar sig um grímumálið: Stressandi dagar – Má bæta samskipti milli stofnana

Upplýsingafulltrúi Strætó opnar sig um grímumálið: Stressandi dagar – Má bæta samskipti milli stofnana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta er bara helvíti á jörðu“

„Þetta er bara helvíti á jörðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

RÚV heldur nafni matvælafyrirtækisins leyndu – „Ég tel að allar upplýsingar eigi að vera á borðinu“

RÚV heldur nafni matvælafyrirtækisins leyndu – „Ég tel að allar upplýsingar eigi að vera á borðinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fangar þola ekki aðra umferð af COVID-einangrun – Sambandsslit og barn þekkti ekki föður sinn

Fangar þola ekki aðra umferð af COVID-einangrun – Sambandsslit og barn þekkti ekki föður sinn