fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
Fréttir

Kona slasaðist í fjalllendi á Seyðisfirði – Myndir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. ágúst 2019 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan tíu í gærkvöld var björgunarsveit á Seyðisfirði kölluð út til leitar í fjalllendi í Fjarðardal. Tilkynnt var um neyðarköll úr fjallshlíðunum ofan við golfvöllinn. Fyrstu hópar björgunarfólks voru komnir á staðinn tuttugu mínútur yfir tíu og hófu leit á svæðinu, fótgangandi og með drónum.

Stuttu síðar, um 40 mínútum eftir að útkall barst, fannst slösuð kona liggjandi í hlíðinni ofan við golfvöllinn. Hún lá í læk, var mjög kvalin og björgunarsveitarfólkið hlúði að henni á meðan beðið var eftir frekari mannskap. Kallaðar voru út fleiri björgunarsveitir á svæðinu ásamt sjúkrabíl sem kom með lækni frá Egilsstöðum.

Konan hafði verið á göngu, fallið og slasast á baki. Hún var mikið verkjuð en þegar læknir kom á staðinn var hægt að verkjastilla hana og í framhaldinu flytja hana niður fjallið. Hún var komin um borð í sjúkrabíl við golfvöllinn klukkan hálf eitt í nótt og fór þaðan til Egilsstaða í sjúkraflug.

Meðfylgjandi eru myndir af vettvangi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Loksins er verið að segja upphátt það sem margir hafa vitað lengi“

„Loksins er verið að segja upphátt það sem margir hafa vitað lengi“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmæla vegna Möggu Stínu

Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmæla vegna Möggu Stínu
Fréttir
Í gær

Stjórnarandstaðan gríðarlega óvinsæl hjá flestum hópum – Ríkisstjórnin nýtur aukinna vinsælda

Stjórnarandstaðan gríðarlega óvinsæl hjá flestum hópum – Ríkisstjórnin nýtur aukinna vinsælda
Fréttir
Í gær

Aðalheiður kærði ofbeldi leigubílstjóra hjá Hreyfli – Fyrirtækið aðhafðist ekkert í 834 daga og þolendum fjölgaði

Aðalheiður kærði ofbeldi leigubílstjóra hjá Hreyfli – Fyrirtækið aðhafðist ekkert í 834 daga og þolendum fjölgaði
Fréttir
Í gær

Læknir sleppur við áminningu – Kona átti að fá lyf sem hún er með ofnæmi fyrir

Læknir sleppur við áminningu – Kona átti að fá lyf sem hún er með ofnæmi fyrir
Fréttir
Í gær

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ómaklegt að þrýsta á Samfylkinguna í máli rússnesku tvíburanna

Segir ómaklegt að þrýsta á Samfylkinguna í máli rússnesku tvíburanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir rekstrarerfiðleikum fyrir easyJet og Wizz Air eftir fall Play og Braathens – Fækkar valkostum Íslendinga?

Spáir rekstrarerfiðleikum fyrir easyJet og Wizz Air eftir fall Play og Braathens – Fækkar valkostum Íslendinga?