fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Kona slasaðist í fjalllendi á Seyðisfirði – Myndir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. ágúst 2019 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan tíu í gærkvöld var björgunarsveit á Seyðisfirði kölluð út til leitar í fjalllendi í Fjarðardal. Tilkynnt var um neyðarköll úr fjallshlíðunum ofan við golfvöllinn. Fyrstu hópar björgunarfólks voru komnir á staðinn tuttugu mínútur yfir tíu og hófu leit á svæðinu, fótgangandi og með drónum.

Stuttu síðar, um 40 mínútum eftir að útkall barst, fannst slösuð kona liggjandi í hlíðinni ofan við golfvöllinn. Hún lá í læk, var mjög kvalin og björgunarsveitarfólkið hlúði að henni á meðan beðið var eftir frekari mannskap. Kallaðar voru út fleiri björgunarsveitir á svæðinu ásamt sjúkrabíl sem kom með lækni frá Egilsstöðum.

Konan hafði verið á göngu, fallið og slasast á baki. Hún var mikið verkjuð en þegar læknir kom á staðinn var hægt að verkjastilla hana og í framhaldinu flytja hana niður fjallið. Hún var komin um borð í sjúkrabíl við golfvöllinn klukkan hálf eitt í nótt og fór þaðan til Egilsstaða í sjúkraflug.

Meðfylgjandi eru myndir af vettvangi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka
Fréttir
Í gær

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð